Skip to content
Frí sending á Dropp stað
✅ Fáðu 10% afslátt af fyrsta pakka í áskrift með kóðanum VELKOMIN10
Frí sending á Dropp stað
Frí sending á Dropp stað
✅ Fáðu 10% afslátt af fyrsta pakka í áskrift með kóðanum VELKOMIN10
Frí sending á Dropp stað
Frí sending á Dropp stað
✅ Fáðu 10% afslátt af fyrsta pakka í áskrift með kóðanum VELKOMIN10
Frí sending á Dropp stað
Venja.isVenja.is
Gæði bætiefna eru misjöfn

Gæði bætiefna eru misjöfn

Tekur þú vítamín sem líkaminn þinn þarfnast eða fær kannski nóg af úr fæðunni? Tekur þú vítamín sem eru kemísk eða bio-available? Virka vítamín? Þarf ég vítamín?

Bætiefnamarkaðurinn er mjög flókinn frumskógur og það er ekki einfalt að skera úr um hvaða skiptir máli þegar valið liggur milli 700 ólíkra vítamíndolla. Við tókum saman nokkur atriði sem skipta máli þegar velja á vítamín og bætiefni.

Okkar markmið er að Venju pakkinn þinn innihaldi öll mikilvægu næringarefni sem konur þurfa á hverju lífsskeiði. Þau séu í réttu magni og á formi sem líkaminn þinn nýtir og gögnin sýna okkur að þér gæti skort eða fáir ekki auðveldlega úr fæðu en þurfir nauðsynlega á að halda til að viðhalda eðlilegri starfsemi og heilsu. 

Hvert næringarefni er valið af kostgæfni með gæði efst í huga og að líkaminn geti örugglega nýtt næringarefnin þegar þú tekur þína Venju daglega. Svokölluð Bio-available form af næringarefnum eru talsvert frábrugðin þeim sem kalla má "kemísk". Kemísk vítamín eru ekki hættuleg, en þau hafa ekki jafn góða nýtingu og þau sem eru "virk".  Kemísk vítamín eru einnig mun ódýrari kostur en þau virku.

Við veljum að nota bio-available næringarefni þegar þess er kostur, sem þýðir að líkaminn þinn getur strax nýtt þau.  Þau eru mun dýrari en þau sem eru gjarnan notuð í mörgum algengum tegundum vítamína. En þau virka líka betur og það er það sem skiptir öllu máli.

Bio-available þýðir að líkaminn þarf ekki að kalla til auka orku til að brjóta niður næringarefnið og umbreyta því í nýtanlegt form. Þegar þú tekur Venju getur þú verið nokkuð viss um að líkaminn taki næringarefnið og setji það á rétta staði. Komi því strax í vinnu. 

Líkaminn nýtir kemísk vítamín ekki eins vel og þau sem eru "bio-available"

Dæmi um algengt form af kemísku næringarefni er fólinsýra. Fólat er næringarefnið sem við verðum að tryggja nægar birgðir af, sérstaklega fyrir getnað og á meðgöngu. Gögnin sýna okkur að konur á barneignaraldri fá ekki nóg af fólati úr fæðu en konum á barneignaraldri er ráðlegt að taka fólat daglega í formi bætiefna.

Í bætiefnin okkar notum við 5-MTHFR fólat - sem er virkt form af fólati og nýtist mun betur en kemísk fólinsýra. Fólinsýra er oft nefnd í mæðraeftirliti á meðgöngu, en það sem ljósmæður og læknar vilja að þú takir heitir fólat. Talið er að allt að 30-40% einstaklinga beri genafrávirk MTHFR sem gerir það að verkum að sá hópur getur ekki nýtt kemíska fólinsýru. Fólinsýra, þ.e kemíska formið er að finna í langflestum meðgöngu- og fjölvitamínum í hillum verslana, það er mun ódýrara form af næringarefninu og hefur ekki jafn góða nýtingu og MTHFR-fólat. Fólat er mjög mikilvægt næringarefni, sérstaklega fyrir getnað og á meðgöngu, en að auki gegnir það mikilvægu hlutverki í starfsemi líkamans alla ævi. Því er afar mikilvægt að fólatið sem við notum í bætiefnin okkar nýtist öllum hópum vel. Sama á við um önnur næringarefni í bætiefnin okkar, við viljum einfaldlega að þau virki.

Sem leiðir hugan að því hvað skiptir máli þegar velja skal bætiefni

Það er að mörgu að hyggja. Fyrst og fremst eiga bætiefni og vítamín að styðja þarfir okkar og brúa næringargap og þannig tryggja okkur þau næringarefni sem eru nauðsynleg. Það má alveg velta þvi upp hvort við þurfum raunverulega bætiefni og vítamín. Við eigum að geta fengið langflest næringarefni úr fæðunni og það er afar mikilvægt að við leggjum áherslu á að fá flest næringarefni úr matnum sem við borðum.

Gögnin sýna okkur hinsvegar að við konur ná ekki að fá öll mikilvægu næringarefnin úr fæðunni, það á við konur á barneignaraldri sem og eldri konur. Mataræði okkar er að taka miklum breytingum. Þeim fjölgar sem velja að útiloka ákveðna fæðuflokka úr mataræði sínu af ýmsum ástæðum, hvort sem það er vegna dýraverndunar-, siðferðis- eða umhverfissjónarmiða eða jafnvel vegna óþols eða ofnæmis. Jarðvegur sem matur er ræktaður er næringarsnauðari en nokkru sinni fyrr. Bætiefni og vítamín geta því brúað bilið fyrir okkur sem viljum tryggja öll nauðsynlegu næringarefnin meðfram fjölbreyttu mataræði. Bætiefni og vítamín eru enn mikilvægari fyrir þær sem eru á vegan mataræði, sérstaklega fyrir getnað, á meðgöngu og yfir brjóstagjöf sem eru tímabil sem líkaminn hreinlega öskrar á ákveðin næringarefni.

Á grænmetis- og vegan fæði er áskorun að tryggja öll mikilvægu næringarefnin daglega í nægilega miklu magni. B12 vítamín sem dæmi finnst aðallega í dýraafurðum og er afar mikilvægt næringarefni fyrir getnað, á meðgöngu og jafnframt alla ævi. Joð þarf að huga vel að og sérstaklega á meðgöngu þar sem barnshafandi konum sem borða ekki nægilega mikið af fisk eða eru á vegan mataræði er ekki ráðlagt að fá joð úr þara. Þari getur innihaldið of hátt hlutfall joðs, því þurfa barnshafandi konur á vegan mataræði að passa að bætiefnin sem þær taka á meðgöngu innihaldi ekki joð í formi þara. Við notum iodine potassium, sem er öruggt til neyslu á meðgöngu. 

Næringarþörf kvenna tekur sífellt breytingum. Bætiefni fyrir konur þurfa að taka mið af þörfum þeirra

Líkami kvenna er mun flóknari en karla. Næringarþörf kvenna tekur oft breytingum yfir ævina í takt við flókna hormónastarfsemi. 

Tíðahringurinn, undirbúningur fyrir getnað, meðganga, brjóstagjöf, breytingaskeiðið og ýmsir hormónatengdir kvensjúkdómar eru tímabil og þættir í lífi okkar þar sem líkaminn okkar er sífellt að aðlagast nýjum aðstæðum og þarf á ólíkum næringarefnum í mismunandi magni. Það gefur auga leið að ein og ofureinföld nálgun bætiefnamarkaðarins um að sama taflan eigi að duga konum út ævina gengur ekki upp. Næringarþörf konu á barneignaraldri er  allt önnur en næringarþörf konu sem nálgast tíðalok. 

Flest bætiefni og vítamín á markaði eru ekki hönnuð né þróuð til að taka mið af breytilegum þörfum kvenna. Þau eru flest mjög "general" eða almenn og henta körlum mun betur en konum. Næringarþörf karla tekur ekki eins oft breytingum eins og hjá konum. Meira segja næringartaflan aftan á flestum vítamíndollunum tekur ekki til greina þarfir kvenna á ákveðnum tímabilum, svo sem á meðgöngu og brjóstagjöf - þegar næringarþörf tekur einmitt miklum breytingum og eykst mikið.

Það segir okkur hvað bætiefnamarkaðurinn er karllægur og þarfir kvenna oft hunsaðar. Við viljum breyta þessari úreldu nálgun og því sérð þú á næringartöflunni aftan á Venju ráðlagðan dagsskammt fyrir það tímabil sem þú ert á hverju sinni þegar þess er kostur. Okkur finnst mikilvægt að þú sjáir eins skýrt og kostur er að bætiefnin innihalda hágæða næringarefni í magni sem styðja þarfir þínar þegar þú þarft mest á því að halda. 

Næringartafla aftan á Essential og Nurture sem dæmi

Bætiefnaframleiðendur reyna auðvitað flestir að vanda sig. Stífar reglugerðir um framleiðslu bætiefna og háir gæðastaðlar ná samt ekki að verja þig fyrir ýmsum blekkingum. Sem dæmi þá þarf næringarefni að vera í ákveðnu magni til að gera eitthvað gagn. Mörg vítamín í hillum verslana innihalda allt stafrófið af næringarefnum í einni töflu en þá er líkegt að magnið af hverju næringarefni sé afar lítið. 

Neytendur þurfa að hafa í huga að bætiefnaframleiðendur komast upp með að blanda X næringarefni sem hefur leyfilega heilsufullyrðingu með öðru næringarefni sem hefur enga leyfilega heilsufullyrðingu. Þannig upplifir þú að varan  í heild t.d. styrki ónæmiskerfið. Þegar betur er aðgáð er kannski bara pínulítið magn C-vítamíns (næringarefni sem hefur margar leyfilegar heilsufullyrðingar) í vörunni.

Dæmi: Hveitigras (sem hefur engar leyfilegar heilsufullyrðingar) en í markaðslegum tilgangi velur bætiefnaframleiðandinn að blanda C-vitamín með í vöruna svo hægt er að nota leyfilega heilsufullyrðingu á dolluna svo sem "Styður eðlilega starfsemi ónæmiskerfisins". Í raun og veru er það C-vítamínið sem er vísindalega sannað að styrki ónæmiskerfið, en ekki hveitigrasið, þó varan sem þú ert að kaupa er vissulega aðallega hveitigras en að litlum hluta C-vítamín. 

Eins geta bætiefnaframleiðendur notað ódýr og kemísk form af næringarefni sem þú nýtir ekki endilega vel. Form og magn næringarefna skipta miklu máli ef bætiefni eiga að virka. Mörg mikilvæg næringarefni sem konur þurfa nauðsynlega á ákveðnum tímabilum svo sem kólín, magnesíum, kalsíum og Omega-3 passa aldrei í eina töflu því þau eru mjög plássfrek séu þau í magni sem á að gera eitthvað gagn.

 -

www.venja.is 

Halda áfram að lesa
Kólín á meðgöngu
Lesa meira
Kólín á meðgöngu