30 dagpakkar | fæðubótarefni

Embrace

Versla

10.990 kr. mánaðarleg áskrift

eða 13.740 kr. stakur pakki

Blæðingar sjaldan
Blæðingum lokið

Embrace er þín daglega vítamínrútína. Pakkinn inniheldur sérstaklega samsett bætiefni sem eru þróuð frá grunni til að styðja þarfir kvenna undir lok breytingaskeiðs og þær sem hafa lokið breytingaskeiði. 

Konur sem fara sjaldan á blæðingar eða blæðingum er lokið, sem upplifa einkenni leggangaþurrks, augnþurrks, erfiðleika með svefn, aukinna liðverkja. 


  • Sparaðu 20% með áskrift
  • Frí sending á Dropp stað
  • Þú stjórnar sjálf tíðni sendinga
  • Bio-available | NON-GMO | Clean label | Þróuð frá grunni fyrir konur

Product information

Embrace er þín daglega vítamínrútína. Pakkinn inniheldur sérstaklega samsett bætiefni sem eru þróuð frá grunni til að styðja þarfir kvenna undir lok breytingaskeiðs og þær sem hafa lokið breytingaskeiði.

Hver dagpakki innheldur 7 hylki: 2x core essential iron free plus fjölvítamín, 1x vegan omega 3, 2x magnesium bisglycinate, 2x sea buckthorn oil.

  • Core essential iron free plus fjölvítamínið er sérþróað til að styðja næringarþörf kvenna á þessu lífsskeiði og inniheldur vandlega valin næringarefni í réttu magni og á réttu formi sem líkaminn nýtir best. Inniheldur m.a öflugan styrk næringarefna sem styðja við bein og augnheilsu.
  • Pycnogenol® er öflugt andoxunarefni. Áhrif Pycnogenol® hafa verið mikið rannsökuð síðustu 40 ár með yfir 160 klínískum rannsóknum og 450 vísindagreinum. Rannsóknir hafa m.a. verið gerðar á áhrifum Pycnogenol® á einkenni breytingaskeiðs s.s. hitakóf, svefntruflanir, minnkaða kynhvöt, leggangaþurrk, minni og einbeitingu. Einnig jákvæð áhrif á liðverki, augnheilsu og blóðsykurstjórnun.
  • Omega-3 úr algae. Inniheldur æskilegt hlutfall DHA:EPA (2:1). DHA stuðlar að viðhaldi eðlilegrar starfsemi heilans og viðhaldi eðlilegrar sjónar.
  • Magnesium bisglycinate er magnesíum bundið við amínósýruna glycine og hefur frábæra upptöku í líkamanum. Magnesíum er þekkt jákvæð áhrif á svefngæði og slökun. Glycine aminósýran er talin hafa jákvæð áhrif á svefn og blóðsykurstjórnun.
  • Hafþyrnisolía (e. sea buckthorn) er rík af Omega-7 olíu en Omega-7 olía er talin hafa jákvæð áhrif á slímhúð m.a. einkenni leggangaþurrks og augnþurrks.

Ráðleggingar um inntöku: Einn dagpakki á dag með mat og fullu glasi af vatni.

 

CORE ESSENTIAL MULTIVITAMIN IRON FREE PLUS 

Ráðlagður daglegur neysluskammtur: 2 hylki 

Næringarupplýsingar 

Innihald í ráðlögðum dagskammti 

Magn 

%RDS konur 51-70 ára* 

Kalsíum (calcium citrate) 

180 mg 

19% 

Kólín (choline bitartrate) 

120 mg 

30% 

Kopar (copper citrate) 

1300 mcg 

144% 

Fólat ((6S)-5-MTHF*** glucosamine salt (Quatrefolic®)) 

130 mcg 

39% 

Joð (potassium iodide) 

30 mcg 

20% 

Pycnogenol® (french maritime pine bark extract) 

60 mg 

** 

Selen (50% selenomethionine, 50% sodium selenite) 

15 mcg 

20% 

A-vítamín (retinyl palmitate) 

350 RJ 

50% 

B1-vítamín (thiamine hcl) 

0,9 mg 

100% 

B5-vítamín (calcium pantothenate) 

1,0 mg 

20% 

B6-vítamín (pyridoxal 5’-phosphate) 

0,25 mg 

15,6% 

B12-vítamín (methylcobalamin) 

200 mcg 

3636% 

C-vítamín (ascorbic acid) 

13 mg 

14% 

D3-vítamín (cholecalciferol from lichen (vegan)) 

50 mcg (2000 IU) 

500% 

K2-vítamín (menaquinone-7 (K2VITAL®) 

60 mcg 

100% 

Sink (zinc bisglycinate chelate) 

15 mg 

158% 

Virk innihaldsefni: Calcium citrate, choline bitartrate, Pycnogenol® french maritime pine bark extract, zinc bisglycinate chelate, ascorbic acid, copper citrate, calcium pantothenate, thiamine hcl, retinyl palmitate, pyridoxal 5‘-phosphate, methylcobalamin, (6s)-5-methyltetrahydrofolate glucosamine salt (Quatrefolic®), menaquinone-7 (K2VITAL®), cholecalciferol (vegan), potassium iodide, selenomethionine, sodium selenite. 

Önnur innihaldsefni: HPMC (hydroxypropylmethylcellulose) vegan capsule, medium chain triglyceride oil powder from coconut (anticaking agent), Nu-FLOW® natural rice concentrate (anticaking agent). 

Quatrefolic® er skrásett vörumerki Gnosis by Lesaffre. 

Pycnogenol® er skrásett vörumerki Horphag Research Inc. 

 

VEGAN OMEGA 3 FROM ALGAE 

Ráðlagður daglegur neysluskammtur: 1 hylki 

Næringarupplýsingar 

Innihald í ráðlögðum dagskammti 

Magn 

%RDS konur 51-70 ára* 

Omega-3 fitusýrur (úr smáþörungum) 

500 mg 

** 

 

DHA 

150 mg 

** 

 

EPA 

75 mg 

** 

Virk innihaldsefni: Vegan omega 3 from microalgae. 

Önnur innihaldsefni: Hypromellose capsule. 

 

MAGNESIUM BISGLYCINATE 

Ráðlagður daglegur neysluskammtur: 2 hylki 

Næringarupplýsingar 

Innihald í ráðlögðum dagskammti 

Magn 

%RDS konur 51-70 ára* 

Magnesíum (magnesium bisglycinate) 

200 mg 

67% 

Virk innihaldsefni: Magnesium bisglycinate. 

Önnur innihaldsefni: HPMC (hydroxypropylmethylcellulose) vegan capsule, rice flour (carrier), medium chain triglyceride oil powder from coconut (anticaking agent), Nu-FLOW® natural rice concentrate (anticaking agent). 

 

HAFÞYRNISOLÍA (e. SEA BUCKTHORN OIL)

Ráðlagður daglegur neysluskammtur: 2 hylki 

Næringarupplýsingar 

Innihald í ráðlögðum dagskammti 

Magn 

%RDS konur 51-70 ára* 

Sea Buckthorn Oil 

1000 mg 

** 

þar af 

Omega-7 

450 mg 

** 

 

Omega-9 

150 mg 

** 

Virk innihaldsefni: Organic Sea Buckthorn Oil from berry. 

Önnur innihaldsefni: HPMC (hydroxypropylmethylcellulose) vegan capsule, silicon dioxide (thickener). 

 

Neytið ekki meira af vörunni en ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um. 

Neysla fæðubótarefna kemur ekki í stað fjölbreyttrar fæðu. 

Geymsla: Geymist á þurrum stað, varið gegn hita og ljósi. Geymið þar sem börn ná og sjá ekki til. 

Eins og með önnur fæðubótarefni skal leita ráðlegginga læknis fyrir notkun ef tekin eru blóðþynnandi lyf eða annarskonar lyf. Ekki ætlað fyrir konur á meðgöngu eða með barn á brjósti. 

Framleitt í Hollandi fyrir Venju bætiefni ehf. 

Pakkað af Venju bætiefni ehf. í Matís ohf., Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík. 

Án eggja, án fisks, án hveiti, glútens og gers, án jarðhneta, án mjólkur, án soja. 

 



*Samkvæmt Nordic Nutrition Recommendations 2023. 

**Ráðlagður dagskammtur ekki skilgreindur. 

***MTHF = Methyltetrahydrofolate 

Hvað einkennir þetta lífsskeið?  

Það er fátt jafn valdeflandi og að þekkja vel inn á eigin líkama

🌪️ Hormónastarfsemin

Þegar fer að lengjast milli blæðinga og þegar þær hætta alveg hefur það í för með sér miklar breytingar á hormónastarfseminni. Frá því blæðingar hófust hafa estrógen og prógesterón gegnt verndandi hlutverki í kvenlíkamanum. Þau hafa ekki bara viðhaldið frjósemi og reglulegum tíðahring heldur líka stutt við uppbyggingu beina, vöðva, viðhaldið heilbrigði hjartans og heilans og einnig veitt ákveðna vörn gegn sykursýki. Á þessu lífsskeiði hafa gildi þessara mikilvægu hormóna lækkað umtalsvert og haldast lág út ævina. Því skiptir miklu máli fyrir allar konur á þessu lífsskeiði að hlúa vel að eigin heilsu.

Við upphaf breytingaskeiðsins (e. perimenopause) byrja prógesterón gildin að lækka mikið niður í nánast ekki neit. Þegar prógesterón lækkar hefur það samtímis áhrif á getu okkar til að takast á við streitu og álag. Um leið getur það aukið líkur á kvíða, þunglyndi, auknu minnisleysi og svefntruflunum.

Þegar líður á breytingaskeiðið fer estrógenið að lækka samhliða prógesteróninu. Estrógen hefur það hlutverk meðal annars að þykkja slímhúð legganganna og halda henni rakri og teygjanlegri. Lágt estrógen getur valdið því að slímhúðin þynnist sem getur valdið þurrk, kláða, óþægindum og auknum líkum á þvagfærasýkingu. Leggangaþurrkur er eitt af þeim einkennum sem eru komin til að vera.

Önnur einkenni sem eru komin til að vera eru breytt efnaskipti sem auka líkur á þyngdaraukningu, aukin áhætta á hjarta- og æðasjúkdómum, aukin hætta á beinþynningu og minnisvandamál.

🥗 Næringarþörfin mín núna

Yfir ævina hafa prógesterón og estrógen haft verndandi áhrif á bein kvenna og þegar þessi hormón lækka eru konur í aukinni hættu á að fá beinþynningu. Í Embrace er að finna mikilvæg næringarefni fyrir beinheilsu svo sem kalk, sink, D-vítamín, K-vítamín og magnesíum.

Samkvæmt gögnum um mataræði Íslendinga ná konur á þessum aldri ekki ráðlögðum dagskammti af kalki, magnesíum né D-vítamíni.

Önnur næringarefni sem konur á þessu lífsskeiði fá ekki nóg úr fæðu B5- vítamín, fólat, C-vítamín, joð og selen.

Þegar blæðingar minnka eða hætta lækkar járnþörf kvenna. Konur fá að meðaltali ráðlagðan dagskammt úr fæðunni og þess vegna inniheldur þessi pakki ekki járn.

🌱 Næringarefni sem styðja mig

LEGGANGAÞURRKUR

A-vítamín stuðlar að viðhaldi eðlilegrar slímhúðar.

HÚÐ & ANDOXUN

Joð og sink stuðla að viðhaldi eðlilegrar húðar. Kopar, selen, sink, og C- vítamín verja frumur fyrir oxunarálagi.

SJÓN

Sink, DHA og A- vítamín stuðla að viðhaldi eðlilegrar sjónar.

MINNI OG VITSMUNASTARFSEMI

Joð og sink stuðla að eðlilegri vitsmunastarfsemi. DHA stuðlar að viðhaldi eðlilegrar starfsemi heilans.

TAUGAKERFI

Kopar, joð, magnesíum, B12 og C-vítamín stuðla að eðlilegri starfsemi taugakerfisins.

BEIN

Kalsíum er nauðsynlegt fyrir viðhald eðlilegra beina. Magnesíum, sink, D- og K- vítamín stuðla að viðhaldi eðlilegra beina.

ANDLEG HEILSA

Fólat, magnesíum, B12- og C-vítamín stuðla að eðlilegri sálfræðilegri starfsemi.

ÞREYTA

Fólat, magnesíum, B5-, B12- og C- vítamín stuðla að því að draga úr þreytu.

HÁR & NEGLUR

Sink og selen stuðlar að viðhaldi eðlilegs hárs og nagla.

ÓNÆMISKERFI

Kopar, fólat, selen, sink, B12-, C- og D-vítamín stuðla að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins.

Einfaldaðu líf þitt
Settu þig í fyrsta sæti
Einfaldaðu líf þitt
Settu þig í fyrsta sæti
Einfaldaðu líf þitt
Settu þig í fyrsta sæti

Konur mæla með

Einfaldaðu líf þitt

Uppgötvaðu vítamínrútínu sem virkar

Við viljum að þú notir tímann í eitthvað allt annað en að stúdera bætiefni eða hafa skápana fulla af óþarfa bætiefnum. Vörulínan okkar er hönnuð fyrir konur og með það að markmiði að einfalda líf þitt.
Vörulínan okkar samanstendur af sjö pökkum fyrir mismunandi lífsskeið og innihalda öll mikilvægu næringarefnin sem eru vandlega valin fyrir ólíkar þarfir kvenna. Í hverjum pakka eru þrjátíu dagpakkar sem auðvelda þér reglubundna inntöku.
Hver dagpakki inniheldur öll mikilvægu næringarefnin sem styðja þarfir þínar.
.thb-secondary-cart { display:none; }