30 dagpakkar | fæðubótarefni

Support

Versla

8.990 kr. mánaðarleg áskrift

eða 11.240 kr. stakur pakki

Óreglulegur tíðahringur
PCOS

Support er þín daglega vítamínrútína. Pakkinn inniheldur sérstaklega samsett bætiefni sem eru þróuð frá grunni til að styðja þarfir kvenna með PCOS. 

Konur sem eru með PCOS, insúlínnæmni, umframmagn karlhormóna (e. hyperandrogenism) eða einkenni þess s.s. langan tíðahring (>35 dagar), óreglulegar blæðingar, karllægan hárvöxt, hárlos, bólur, erfiðleikar með þyngdarstjórnun og fitusöfnun á kvið. 


  • Sparaðu 20% með áskrift
  • Frí sending á Dropp stað
  • Þú stjórnar sjálf tíðni sendinga
  • Bio-available | NON-GMO | Clean label | Þróuð frá grunni fyrir konur

Product information

Support er þín daglega vítamínrútína. Pakkinn inniheldur sérstaklega samsett bætiefni sem eru þróuð frá grunni til að styðja þarfir kvenna með PCOS. 

Hver dagpakki innheldur 7 hylki: 1x core essential fjölvítamín, 1x vegan omega 3, 1x magnesium bisglycinate, 4x myo- and d-chiro inositol 40:1 with Co-Q10. 

  • Core essential fjölvítamínið er sérþróað til að styðja næringarþörf kvenna á þessu lífsskeiði og inniheldur vandlega valin næringarefni í réttu magni og á réttu formi sem líkaminn nýtir best. Inniheldur einnig m.a. öflugan styrk B6-vítamín sem stuðlar að því að halda reglu á hormónastarfsemi og sink sem stuðlar að viðhaldi eðlilegs testósterón magns í blóði. 
  • D-3 2000 IU sumar rannsóknir hafa gefið til kynna að konur með PCOS séu með lægri gildi af D-vítamíni í blóði en aðrir hópar.  
  • Omega-3 úr algae. Inniheldur æskileg hlutföll DHA/EPA (2:1) 
  • Magnesium bisglycinate er magnesíum bundið við amínósýruna glycine og hefur frábæra upptöku í líkamanum. Magnesíum og glycine er þekkt fyrir jákvæð áhrif á insúlínnæmni, svefngæði og andlega heilsu. 
  • Myo- and D-Chiro-Inositol 40:1 er blanda tveggja tegunda af inositol í einstöku hlutfalli 40:1 en það er það hlutfall sem er hvað mest rannsakað til þess að koma reglu á egglos hjá konum með PCOS. Rannsóknir á inositol hafa sýnt jákvæð áhrif á insúlínviðnám, starfsemi eggjastokka, frjósemi og umframmagn karlhormóna (e. hyperandrogenism). 
  • Co-Q10: Egglos er líka gríðarlega orkufrekt ferli. CoQ10 er næringarefni sem gegnir mikilvægu hlutverki í orkumyndun í öllum frumum og innihalda eggfrumur hlutfallslega hátt magn af CoQ10. Eftir því sem konur eldast þá minnkar framleiðsla líkamans á CoQ10. 
  • Selen (e. selenium) er mikilvægt andoxunarefni og stuðlar að eðlilegri starfsemi skjaldkirtils. Rannsóknir hafa gefið vísbendingar um að konur með PCOS séu með lægri gildi selen en aðrir hópar og tengsl þess við umframmagn karlhormóna og insúlínnæmni. 

        Ráðleggingar um inntöku: Einn dagpakki á dag með mat og fullu glasi af vatni.

         

        CORE ESSENTIAL MULTIVITAMIN  

        Ráðlagður daglegur neysluskammtur: 1 hylki 

        Næringarupplýsingar

        Magn

        %RDS konur 18-50 ára*

        Kólín (choline bitartrate)

        125 mg

        31%

        Kopar (copper citrate)

        600 mcg

        67%

        Fólat ((6S)-5-MTHF*** glucosamine salt (Quatrefolic®))

        400 mcg

        121%

        Joð (potassium iodide)

        150 mcg

        100%

        Járn (iron bisglycinate chelate)

        6,0 mg

        40%

        Selen (50% selenomethionine, 50% sodium selenite)

        20 mcg

        27%

        B2-vítamín (riboflavin 5’-phosphate)

        1,6 mg

        100%

        B5-vítamín (calcium pantothenate)

        1,0 mg

        20%

        B6-vítamín (pyridoxal 5’-phosphate)

        5,0 mg

        313%

        B12-vítamín (methylcobalamin)

        200 mcg

        5000%

        C-vítamín (ascorbic acid)

        25 mg

        26%

        D3-vítamín (cholecalciferol from lichen (vegan))

        25 mcg (1000 IU)

        250%

        E-vítamín (natural mixed tocopherols)

        1,0 α-TJ

        10%

        K2-vítamín (menaquinone-7 (K2VITAL®))

        50 mcg

        77%

        Sink (zinc bisglycinate chelate)

        9,0 mg

        93%

        Virk innihaldsefni: Choline bitartrate, ascorbic acid, zinc bisglycinate chelate, iron bisglycinate chelate, pyridoxal 5’-phosphate, natural mixed tocopherols, riboflavin 5’-phosphate, calcium pantothenate, copper citrate, (6S)-5-MTHF*** glucosamine salt (Quatrefolic®), methylcobalamin, potassium iodide, menaquinone-7 (K2VITAL®), cholecalciferol (vegan), selenomethionine, sodium selenite. 

        Önnur innihaldsefni: Rice flour (carrier), HPMC (hydroxypropylmethylcellulose) vegan capsule, medium chain triglyceride oil powder from coconut (anticaking agent), Nu-FLOW® natural rice concentrate (anticaking agent).   

        Quatrefolic® is a registered trademark of Gnosis by Lesaffre. 

         

        VEGAN OMEGA 3 FRÁ ALGAE 

        Ráðlagður daglegur neysluskammtur: 1 hylki

        Næringarupplýsingar

        Magn

        %RDS konur 18-50 ára*

        Omega-3 fitusýrur (úr smáþörungum)

        500 mg

        **

        DHA

        150 mg

        **

        EPA

        75 mg

        **

        Virk innihaldsefni: Vegan omega 3 from microalgae. 

        Önnur innihaldsefni: Hypromellose capsule.   

         

        MAGNESIUM BISGLYCINATE 

        Ráðlagður daglegur neysluskammtur: 1 hylki

        Næringarupplýsingar

        Magn

        %RDS konur 18-50 ára*

        Magnesium (as magnesium bisglycinate)

        100 mg

        33%

        Virk innihaldsefni: Magnesium bisglycinate.  

        Önnur innihaldsefni: HPMC (hydroxypropylmethylcellulose) vegan capsule, rice flour (carrier), medium chain triglyceride oil powder from coconut (anticaking agent), Nu-FLOW® natural rice concentrate (anticaking agent).  

         

        MYO- AND D-CHIRO-INOSITOL 40:1 WITH COQ10

        Ráðlagður daglegur neysluskammtur: 4 hylki 

        Næringarupplýsingar

        Magn

        %RDS konur 18-50 ára*

        Myo-Inositol

        2000 mg

        **

        Coenzyme Q10 (ubiquinone)

        100 mg

        **

        D-Chiro-Inositol

        50 mg

        **

        Sink (zinc bisglycinate chelate)

        6,5 mg

        67%

        E-vítamín (natural mixed tocopherols)

        1,0 α-TJ

        10%

        Mangan (manganese gluconate)

        1,0 mg

        33%

        Kopar (copper citrate)

        700 mcg

        78%

        Selen (50% selenomethionine, 50% sodium selenite)

        180 mcg

        240%

        D3-vítamín (cholecalciferol from lichen (vegan))

        25 mcg (1000 IU)

        250%

        Virk innihaldsefni: Myo-inositol, ubiquinone, d-chiro-inositol, zinc bisglycinate chelate, natural mixed tocopherols, manganese gluconate, copper citrate, selenomethionine, sodium selenite, cholecalciferol (vegan).

        Önnur innihaldsefni: Rice flour (carrier), HPMC (hydroxypropylmethylcellulose) vegan capsule, Nu-FLOW® natural rice concentrate (anticaking agent), medium chain triglyceride oil powder from coconut (anticaking agent).

         

         

        Neytið ekki meira af vörunni en ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um.

        Neysla fæðubótarefna kemur ekki í stað fjölbreyttrar fæðu.

        Geymsla: Geymist á þurrum stað, varið gegn hita og ljósi. Geymið þar sem börn ná og sjá ekki til.

        Eins og með önnur fæðubótarefni skal leita ráðlegginga læknis fyrir notkun ef tekin eru blóðþynnandi lyf eða annarskonar lyf. Ekki ætlað konum á meðgöngu eða með barn á brjósti.

        Framleitt í Hollandi fyrir Venju bætiefni ehf.

        Pakkað af Venju bætiefni ehf. í Matís ohf., Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík.

        Án eggja, án fisks, án hveiti, glútens og gers, án jarðhneta, án mjólkur, án soja.

         

         

        *Samkvæmt Nordic Nutrition Recommendations 2023. 

        ** Ráðlagður dagskammtur ekki skilgreindur. 

        ***MTHF = Methylhydrofolate. 

        Hvað einkennir þetta lífsskeið?  

        Það er fátt jafn valdeflandi og að þekkja vel inn á eigin líkama

        🌪️ Hormónastarfsemin

        Að stuðla að heilbrigðum tíðahring er langtímaverkefni sem stjórnast af flóknu hormónakerfi sem leitar stöðugt jafnvægis til að ná markmiði sínu um að framkalla egglos. Verði ekki egglos framleiðir líkaminn ekki prógesterón, en eitt af hlutverkum þess er að viðhalda reglu á tíðahring. Ef egglos verður ekki getur tíðahringur orðið óreglulegur, óeðlilega langt á milli blæðinga eða blæðingar orðið lengri. Reglulegur tíðahringur skiptir miklu máli því hann tengist öllum kerfum kvenlíkamans og getur haft veruleg áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu.

        Ein af ástæðum þess að egglos verður ekki er heilkenni sem heitir fjölblöðrueggjastokkaheilkenni (e. PCOS). Einkenni PCOS eru óreglulegar blæðingar, blöðrur á eggjastokkum og merki um aukin áhrif karlhormóna á húð svo sem bólur og aukinn hárvöxtur. Við rannsóknir á konum með PCOS hefur verið sýnt fram á tengsl PCOS við insúlín efnaskiptin eða svokallað insúlín viðnám. Talið er að mikil hækkun á insúlíni hafi m.a. truflandi áhrif á þroska eggja og trufli þannig egglos og valdi hormónaójafnvægi í eggjastokkum sem getur leitt til minnkunar á frjósemi þessara kvenna. Einnig vegna insúlín viðnáms eru konur með PCOS í aukinni áhættu á vera í yfirþyngd, aukin hætta er á sykursýki sem og aukin áhætta á hjarta- og æðasjúkdómum.

        🥗 Næringarþörfin mín núna

        Konur sem hafa tíðablæðingar hafa aukna þörf fyrir járn. Rannsóknir á mataræði Íslendinga sýna að konur á þessum aldri fá að jafnaði aðeins tæpega 60% af ráðlögðum dagskammt úr fæðu og engin kona á þessum aldri náði ráðlögðum dagskammt af járni. Support inniheldur járn á forminu iron bisglycinate sem hefur hámarksupptöku og fer vel í magann.

        Við getnað eykst þörf fyrir ákveðin næringarefni svo sem fólat og joð. Íslenskar konur á barneignaraldri ná ekki ráðlögðum dagskammt af hvorugu þessu næringarefni úr fæðunni einni saman. Þessi næringarefni eru gríðarlega mikilvæg strax við getnað og því mikilvægt að tryggja þau í nægilegu magni áður en getnaður á sér stað. Rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl lítillar inntöku fólats fyrir þungun og á fyrstu vikum meðgöngu og hættu á alvarlegum skaða í miðtaugakerfi fóstursins. Þar sem þungun getur átt sér stað óvænt mælir landlæknir með að allar konur sem geta orðið barnshafandi taki inn fólat í formi bætiefna daglega. Flest fjölvítamín fyrir konur innihalda fólat á forminu fólínsýru en það er kemíska formið af næringarefninu. Sumar konur eiga erfitt með að nýta það form og því notum við methyl fólat sem tryggir líkamanum hámarksupptöku.

        Önnur næringarefni sem konur á þessu lífsskeiði fá ekki nóg úr fæðu eru D-vítamín, E-vítamín, B2- og B5- vítamín, C-vítamín, magnesíum og selen.

        Margar konur nota hormónagetnaðarvarnir sem geta gengið á mikilvæg næringarefni s.s. B6-vítamín, B-12 vítamín og fólat.

        Konur sem borða lítið af dýraafurðum eru líklegri til þess að innbyrða minna af B12-vítamíni, joði og járni úr fæðu.

        🌱 Næringarefni sem styðja mig

        HORMÓNAJAFNVÆGI

        B6-vítamín stuðlar að því að halda reglu á hormónastarfsemi.

        TESTÓSTERÓN

        Sink stuðlar að viðhaldi eðlilegs testósteróns í blóðinu.

        SKJALDKIRTILL

        Joð stuðlar að eðlilegri framleiðslu skjaldkirtilshormóna og joð og selen stuðla að eðlilegri starfsemi skjaldkirtils.

        ÞREYTA

        Fólat, járn, magnesíum, B2-, B5-, B6-, B12- og C- vítamín stuðla að því að draga úr þreytu.

        ANDLEG HEILSA

        Fólat, magnesíum, B6-, B12- og C-vítamín stuðla að eðlilegri sálfræðilegri starfsemi.

        TAUGAKERFI

        Kopar, joð, magnesium, B2-, B6-, B12 og C-vítamín stuðla að eðlilegri starfsemi taugakerfisins.

        MINNI OG HEILAÞOKA

        Joð, járn og sink stuðla að eðlilegri vitsmunastarfsemi.

        HÚÐ & ANDOXUN

        Joð, sink og B2-vítamín stuðla að viðhaldi eðlilegrar húðar. Kopar, selen, sink, B2-, C- og E-vítamín verja frumur fyrir oxunarálagi.

        HÁR & NEGLUR

        Sink og selen stuðlar að viðhaldi eðlilegs hárs og nagla.

        ÓNÆMISKERFI

        Kopar, fólat, járn, selen, sink, B6-, B12-, C- og D-vítamín stuðla að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins.

        Einfaldaðu líf þitt
        Settu þig í fyrsta sæti
        Einfaldaðu líf þitt
        Settu þig í fyrsta sæti
        Einfaldaðu líf þitt
        Settu þig í fyrsta sæti

        Konur mæla með

        Einfaldaðu líf þitt

        Uppgötvaðu vítamínrútínu sem virkar

        Við viljum að þú notir tímann í eitthvað allt annað en að stúdera bætiefni eða hafa skápana fulla af óþarfa bætiefnum. Vörulínan okkar er hönnuð fyrir konur og með það að markmiði að einfalda líf þitt.
        Vörulínan okkar samanstendur af sjö pökkum fyrir mismunandi lífsskeið og innihalda öll mikilvægu næringarefnin sem eru vandlega valin fyrir ólíkar þarfir kvenna. Í hverjum pakka eru þrjátíu dagpakkar sem auðvelda þér reglubundna inntöku.
        Hver dagpakki inniheldur öll mikilvægu næringarefnin sem styðja þarfir þínar.
        .thb-secondary-cart { display:none; }