Leiðbeiningar fyrir mínar síður

Á mínum síðum getur þú stjórnað áskriftum þínum, breytt greiðsluupplýsingum og séð sögu pantana. Fylgdu leiðbeiningunum hér að neðan til að fá sem mest út úr áskriftinni þinni.

InnSkráning

Hvernig skrái ég mig inn?

Til að skrá þig inn á Mínar síður skaltu smella á hnappinn „Stjórna áskrift“ og slá þar inn netfangið þitt. Mikilvægt er að nota það netfang sem skráð er á áskriftina þína.

Við sendum þér tölvupóst með innskráningarhlekk sem fer með þig beint inn á mínar síður. Hlekkurinn gildir í 12 klukkustundir.

Umsjón

Yfirlit yfir áskriftir

Þegar þú kemur inn á mínar síður færðu yfirlit yfir næstu afhendingu. Undir „Stjórna áskrift“ sérðu allar áskriftirnar þínar. Ef þú smellir á áskriftarvöru geturðu auðveldlega breytt afhendingardegi, sleppt næstu afhendingu, stillt tíðni eða skipt um vöru.

Umsjón

Færa næstu afhendingu

Þú getur auðveldlega breytt næsta afhendingardegi með því að smella á „Færa afhendingu“ og annaðhvort frestað sendingunni eða valið nýja dagsetningu sem hentar þér best.

Umsjón

Breyta um vöru

Ef þú vilt breyta um vöru, smellirðu á „Breyta áskrift“ og velur síðan „Breyta um vöru“. Þar geturðu smellt á „Leita að vörum“ og séð allar vörur sem við bjóðum upp á. Veldu síðan vöruna sem þú vilt skipta yfir í og við uppfærum áskriftina þína sjálfkrafa.

Umsjón

Breyta tíðni

Ef þú vilt breyta tíðni áskriftarinnar - það er hversu oft þú færð sendingar þá geturðu gert það með því að velja „Breyta áskrift“ í yfirlitinu og stillt tíðnina eins og hentar þér best. Þú getur valið að fá pakkann á 4, 5, 6, 7 eða 8 vikna fresti.

Umsjón

Breyta afhendingarleið

Ef þú vilt breyta afhendingarleið - hvort sem það er að uppfæra dropp afhendingarstað eða velja heimsendingu þá ferðu í „Heimilisfang og greiðsluupplýsingar“ og smellir á „Breyta dropp afhendingu“. Þar getur þú valið heimsendingu eða nýjan afhendingarstað.

Umsjón

Sleppa næstu afhendingu

Smelltu á „Sleppa“ efst í yfirlitinu til að sleppa næstu sendingu. Hentar vel ef þú ert með nægar birgðir.

Umsjón

Stöðva áskrift

Til að setja áskrift í pásu eða hætta, sendu póst á venja@venja.is og við græjum það fyrir þig. Taktu fram netfangið sem tengt er áskriftinni og hvaða áskrift þú vilt stöðva.

Athugið: Breytingar þurfa að gerast áður en gjaldfærsla á sér stað.