Venja einfaldar líf þitt
Við stofnuðum Venju til að einfalda líf kvenna svo þær þurfi ekki lengur að giska á hvaða bætiefni þær þurfi hverju sinni. Bætiefnin okkar eru þróuð frá grunni fyrir þarfir kvenna á ólíkum lífsskeiðum og það besta er, þau virka!
Venja fyrir konur
Við viljum einfalda líf kvenna
Kvenlíkaminn er flókinn og margslunginn. Rannsóknir á kvenlíkamanum er af skornum skammti og því mæta konur oft miklum áskorunum í leit sinni að lausnum fyrir eigin líkama.
Við stofnuðum Venju því þarfir kvenna hafa lengi verið hunsaðar. Við þróuðum bætiefnalínuna okkar frá grunni til að styðja þarfir kvenna á ólíkum lífsskeiðum. Við viljum einfalda líf kvenna, svo konur þurfi ekki lengur að giska hvaða vítamín og bætiefni þær þurfi hverju sinni.
Hvernig virkar áskrift?
Í kaupferlinu býðst þér að velja áskrift eða stakan pakka. Þú fyllir út helstu upplýsingar um þig og passar að þær séu allar réttar svo pakkinn þinn rati örugglega til þín.
Þú færð staðfestingapóst þegar kaupunum er lokið. Pakkinn þinn fer strax í afgreiðslu og ætti að berast til þín innan 2-3 daga.
Á mínum síðum getur þú m.a séð upplýsingar um áskriftina þína og afhendingu næsta pakka.
Til að stöðva áskrift þarf að senda póst á venja@venja.is a.m.k 1-2 dögum áður en pakki er gjaldfærður. Við svörum og afgreiðum allar fyrirspurnir eins fljótt og auðið er milli 09-17 virka daga.
Þú stjórnar tíðni sendinga
Vítamínin okkar virka best séu þau tekin daglega. En við skiljum að það getur tekið tíma að koma upp daglegri venju.
Á mínum síðum er hægt að lengja bil á milli sendinga á tíðnistikunni og valið um að fá þína Venju senda á 4-8 vikna fresti. Ef þú velur 8 vikna fresti færð þú þína Venju á 2ja mánaða fresti.
Á mínum síðum getur þú valið að fá pakka fyrr eða seinna til þín og eins getur þú breytt yfir í annan pakka ef þess þarf.
Þú getur alltaf sent okkur póst á venja@venja.is ef þú vilt að við aðstoðum þig.
Algengar spurningar
Skoðaðu svör við algengum spurningum hér
Vörurnar okkar eru þróaðar til að styðja þarfir kvenna á mismunandi lífsskeiðum. Hver pakki er hugsaður fyrir ákveðin tímabil í lífi kvenna og inniheldur öll mikilvægu næringarefnin sem styðja konur á því lífsskeiði.
Áskrift er langbesti og hagkvæmasti kosturinn þegar þú vilt koma upp góðri vítamín rútínu. Þú sparar 20% í hvert sinn og kemur líka í veg fyrir þurfa ekki að eyða tíma í að panta aftur. Í áskrift stjórnar þú hversu oft þú vilt sendingar, svo þetta gæti ekki verið þægilegra.
Vítamínpakkinn þinn er sendur án endurgjalds á afhendingastað Dropp sem hentar þér best. Á mínum síðum getur þú breytt afhendingarstað en líka valið heimsendingu gegn vægu gjaldi.
Vítamínin okkar virka best séu þau tekin á hverjum degi. Notaðu snjallsímann til að minna þig á að taka Venju daglega og hafðu vítamínin alltaf þar sem þú sérð þau. T.d. á skrifborðinu eða við kaffivélina.
Á mínum síðum er yfirlit yfir þína áskrift. Þar getur þú breytt upplýsingum svo sem afhendingastað og upplýsingum um þig. En einnig breytt yfir í annan pakka, fært afhendingadag næsta pakka og stjórnað tíðni sendinga.