Algengar spurningar

Sendu okkur spurningu á venja@venja.is

Þú getur fylgst með pöntuninni þinni með því að nota rakningarnúmerið sem þú fékkst í staðfestingartölvupóstinum.

Þú hefur 14 daga frá móttöku vörunnar til að hætta við kaupin, svo lengi sem varan er óopnuð og í upprunalegum umbúðum.

Því miður er ekki hægt að taka við vörum sem hafa verið opnaðar, þar sem um bætiefni er að ræða.

Ef þú vilt skila vöru, sendu okkur línu á venja@venja.is og við leiðbeinum þér áfram.

Vörum er almennt skilað í gegnum vöruskilasíðu Dropp.

Sendingarkostnaður endurgreiðist ekki og kaupandi greiðir fyrir sendingu við skil.

Við afgreiðum allar pantanir sem berast fyrir hádegi alla virka daga, þannig að pakkinn þinn fer fljótt af stað! Pantanir sem berast um helgi eru afgreiddar á mánudegi. Dropp sendir þér svo nánari upplýsingar og rakningarnúmer þegar pakkinn er kominn til þeirra.

Líkami kvenna er mun flóknari en líkami karla og þarfirnar því gjörólíkar. Hormónastarfsemin kvenna er sífellt á hreyfingu og í takt tekur næringarþörf þeirra miklum breytingum. Því fannst okkur sú nálgun um að konur ættu að taka sömu vítamíntöfluna út ævina ekki eiga við.

Því þróuðum við bætiefnin okkar út frá þörfum kvenna á ólíkum lífsskeiðum og bjóðum konum í fyrsta sinn að nálgast bætiefni sem eru þróuð frá grunni fyrir þarfir þeirra.

Bætiefnin okkar eru framleidd fyrir okkur í Hollandi undir ströngustu gæðastöðlum og er þeim pakkað hér á Íslandi.

Þau innihalda engin erfðabreytt innihaldsefni, laus við algenga ofnæmisvalda eins og glúten og framleidd undir Clean Label staðli sem þýðir að aukefni eru í algjöru lágmarki.

Kassinn utan um dagpakkana flokkast með pappa og dagpakkarnir með plasti. 

Við myndum helst vilja sleppa plastinu, en eins og staðan er í dag eru ekki til umbúðir sem bæði vernda bætiefnin fyrir raka og ljósi og eru raunverulega umhverfisvænni. Margir kostir sem líta út fyrir að vera „pappír“ eru í raun plastblandaðir og því mun erfiðari að endurvinna.

Þangað til betri lausn finnst er plastið því ábyrgarasti kosturinn — en við fylgjumst stöðugt með þróun í þessum efnum og erum tilbúin að skipta um leið og betri lausn kemur fram. Ef þú þekkir til slíkra valkosta, þá erum við þakklát fyrir ábendingar á venja@venja.is.

Þú getur breytt áskriftinni hvenær sem er — til dæmis skipt yfir í annan pakka sem hentar þér betur. Það gerist einfaldlega inni á áskriftarsíðunni þinni, þar sem þú getur valið nýjan pakka, breytt sendingardögum eða frestað næstu sendingu.

Ef þú þarft aðstoð við breytinguna geturðu alltaf sent okkur línu á venja@venja.is og við sjáum um það með þér.