Algengar spurningar
Um Venju
Sendu okkur fyrirspurn á venja@venja.is
Hvernig er Venja frábrugðin öðrum bætiefnum?
Venja er fyrsta bætiefnalínan sem er þróuð frá grunni fyrir konur á mismunandi lífsskeiðum.
Flest bætiefni á markaðnum eru þróuð á mjög "general" hátt og flest með einfalda nálgun í huga, að sama taflan dugi fyrir stóran og fjölbreyttan hóp fólks. Sú nálgun hentar körlum mun betur en konum.
Næringarþörf kvenna er mun flóknari en karla. Líkaminn okkar fer í gegnum miklar breytingar á lífsleiðinni. Frá því við byrjum á blæðingum og þar til þær enda er líkaminn okkar sífellt að leita jafnvægis tengd flókinni hormónastarfsemi.
Á meðgöngu, á meðan brjóstagjöf stendur og á breytingaskeiði og við tíðalok tekur næringarþörfin enn frekari breytingum. Að auki glíma margar konur við ýmis hormónatengd vandamál, svo sem PCOS og endómetrósu sem flækja málin enn frekar.
Líkaminn okkar er flókinn og margslunginn og sú nálgun um að "sama vítamíntaflan dugi konum út ævina" á ekki við rök að styðjast.
Við vildum þróa bætiefni sem tæku mið að öllum þörfum kvenna á ólíkum lífsskeiðum, svo konur gætu nálgast bætiefni sem eru raunverulega gerð fyrir þær. Því eru öll bætiefnin okkar þróuð frá grunni til fyrir konur, út frá okkar eigin hugmyndafræði.
Afhverju er Venja bara fyrir konur?
Vegna þess að flest ef ekki öll bætiefni á markaðnum eru einfaldlega ekki þróuð til að styðja við breytilegar þarfir kvenna.
Líkami kvenna er mun flóknari en líkami karla og þarfirnar því gjörólíkar. Hormónastarfsemin kvenna er sífellt á hreyfingu og í takt tekur næringarþörf þeirra miklum breytingum. Því fannst okkur sú nálgun um að konur ættu að taka sömu vítamíntöfluna út ævina ekki eiga við.
Því þróuðum við bætiefnin okkar út frá þörfum kvenna á ólíkum lífsskeiðum og bjóðum konum í fyrsta sinn að nálgast bætiefni sem eru þróuð frá grunni fyrir þarfir þeirra.
Er Venja íslenskt vörumerki?
Já, Venja er íslenskt vörumerki og íslensk hugmyndafræði.
Bætiefnin okkar eru þróuð í samvinnu við bæði íslenska og erlenda sérfræðinga, framleidd fyrir okkur í Hollandi og þeim er pakkað á Íslandi.
Umbúðirnar okkar eru á ensku vegna þess að okkur langar á einhverjum tímapunkti að kynna Venju á erlendum vettvangi.
Hvaðan eru bætiefnin ykkar?
Bætiefnin okkar eru framleidd fyrir okkur í Hollandi undir ströngustu gæðastöðlum og er þeim pakkað hér á Íslandi.
Þau innihalda engin erfðabreytt innihaldsefni, laus við algenga ofnæmisvalda eins og glúten og framleidd undir Clean Label staðli sem þýðir að aukefni eru í algjöru lágmarki.
Hvernig flokka ég umbúðirnar?
Kassinn utan um dagpakkana flokkast með pappa og dagpakkarnir með plasti.
Þarf að nota plast í dagpakkana? Er ekki hægt að nota eitthvað umhverfisvænna?
Við myndum gjarnan vilja það en sem stendur bjóðast ekki umbúðir sem eru umhverfisvænni og vernda bætiefnin um leið fyrir sólarljósi og raka. Þær umbúðir sem virðast umhverfisvænni, t.d. líta út eins og bréfpappír eru langflestar plastblandaðar sem eru margfalt verri fyrir umhverfið þar sem þær ekki er hægt að endurvinna. Þangað til er plastið skásti kosturinn en við erum með augun stöðugt opin fyrir umhverfisvænni kostum sem gætu leyst plastið af hólmi. Við tökum fagnandi á móti umhverfisvænni ábendingum á venja@venja.is
Um bætiefnin
Sendu okkur fyrirspurn á venja@venja.is
Þarf ég að taka eitthvað aukalega með pakkanum mínum?
Nei, nema það sé sérstaklega ráðlagt af lækni eða heilbrigðisstarfsfólki.
Venja inniheldur öll mikilvægu næringarefnin í réttum skömmtum miðað við þörf hverju sinni og gögnin sýna okkur að konur fái ekki nóg af úr fæðunni. Hver dagpakki inniheldur þau vítamín sem henta til daglegra inntöku og ættu að viðhalda æskilegum gildum í heilbrigðri manneskju.
Þú getur skoðað ítarlegt næringarinnihald hvers pakka undir "næringarinnihald" á hverri vörusíðu.
Hvað eru margir dagpakkar í kassa?
Hver pakki inniheldur 30 dagpakka, einn fyrir hvern dag.
Hvað með lýsi, á ég að halda áfram að taka það?
Nei, við þróuðum Venju sérstaklega til að einfalda líf kvenna og því ætti pakkinn þinn að innihalda öll mikilvægu næringarnefnin sem þú þarft daglega. Við notum Omega 3 úr Algae sem er bæði sjálfbær uppspretta omega 3 og í æskilegum hlutföllum EPA / DHA sem er æskilegt hlutfall fyrir konur.
Algae olían okkar er unnin úr smáþörungum sem innihalda náttúrlega uppsprettu Omega 3 í æskilegum hlutföllum EPA / DHA eða 2:1, sem er ákjósanlegur kostur fyrir konur og konur með barn á brjósti. Algae olían hefur marga kosti umfram fiskolíu sem omega gjafi, fyrir utan að hún er umhverfisvænni þá er hún nær alveg bragðlaus og 100% vegan.
Smáþörungar eru ræktaðir á sjálfbæran hátt án þess að raska náttúrulegum auðlindum sjávar. Fiskar neyta smáþörunga í miklum mæli og af þeirri ástæðu finnst magn omega 3 í fiski. Því má segja að með algae olíunni sé nálgast náttúrulega uppsprettu omega 3 milliliðalaust.
Þarf ég að taka aukalega af D-vítamíni með pakkanum mínum?
Þarf ég að taka aukalega af D-vítamíni með pakkanum mínum?
Niðurstöður rannsókna sem kynntar voru í kjölfar nýrra norrænu næringarráðleggingana í lok ársins 2023 sýna að fyrir heilbrigða einstaklinga sem sjá lítið sólarljós sé 1000 IU eða 25 mcg af D-vítamín daglega hæfilegur skammtur til að viðhalda eðlilegu magni D-vítamíns í blóði.
Konur sem glíma við ýmis hormónatengt vandamál svo sem PCOS eða Endómetríósu og einnig með hækkandi aldri eykst þörfin og því innihalda pakkarnir okkar Support, Erupt og Embrace hærra magn D-vítamíns í hverjum skammti.
Eru bætiefnin ykkar vegan?
Nei ekki öll.
Við reynum að leggja áherslu á að bætiefnin okkar séu vegan, sé þess kostur.
Pakkarnir okkar Support, Essential, Create, Nurture, Erupt og Embrace eru allir vegan nema Rise, sem við kom á markað í apríl 2024.
Hvað er Clean label?
Clean label þýðir að bætiefnin okkar innihalda engin óþarfa aukefni né fylliefni. Að bætiefnin okkar séu þróuð og framleidd með það í huga að þau innihaldi fá en hágæða næringarefni sem líkaminn þekkir og eru hrein.
Innihalda vörurnar ykkar erfðabreytt innihaldsefni?
Nei, allar vörurnar okkar innihalda engin erðabreytt innihaldsefni og eru því NON-GMO.
Hvað með ofnæmisvalda?
Bætiefnin okkar eru laus við algenga ofnæmisvalda svo sem glúten, soja, hnetur og mjólkurvörur. Omega-3 er unnin úr algae sem er smáþörungur og því ekki unnin úr fiski.
Má ég taka Venju með lyfjum?
Best er að ráðfæra sig við lækni þegar byrjað er að taka inn bætiefni.
Um áskriftina
Sendu okkur fyrirspurn á venja@venja.is
Hvernig skrái ég mig í áskrift?
Þú byrjar á því að fara í gegnum kaupferlið á heimasíðunni okkar þegar þú hefur fundið pakka sem hentar þér.
Í kaupferlinu býðst þér að velja áskrift eða stakan pakka. Fyllir út helstu upplýsingar um þig og passar að þær séu allar réttar svo pakkinn þinn rati örugglega til þín.
Þú færð staðfestingapóst þegar kaupunum er lokið. Pakkinn þinn fer strax í afgreiðslu og ætti að berast til þín innan 2-3 daga.
Á mínum síðum getur þú m.a séð upplýsingar um áskriftina þína og afhendingu næsta pakka.
Til að stöðva áskrift þarf að senda póst á venja@venja.is a.m.k 1-2 dögum áður en pakki er gjaldfærður. Við svörum og afgreiðum allar fyrirspurnir eins fljótt og auðið er milli 09-17 virka daga.
Get ég fært afhendingu næsta pakka?
Já, þú getur það.
Í áskrift getur þú breytt dagsetningunni á afhendingu næsta pakka. Þú getur bæði valið að fá sendinguna fyrr eða seinna.
Sjá mínar síður
Get ég breytt um pakka í áskrift?
Já, þú gerir það á mínum síðum.
Get ég stjórnað hversu oft ég fæ sendingar?
Vítamínin okkar virka best séu þau tekin daglega. En við skiljum að það getur tekið tíma að koma upp daglegri venju.
Á mínum síðum er hægt að lengja bil á milli sendinga á tíðnistikunni og valið um að fá þína Venju senda á 4-5-6-7-8-9-10-11-12 vikna fresti.
Ég er að fara erlendis, get ég fengið pakkann minn fyrr?
Á mínum síðum getur þú valið að fá pakka fyrr til þín. Þú getur líka sent okkur póst á venja@venja.is ef þú vilt að við aðstoðum þig.
Hvernig geri ég hlé á áskriftinni minni?
Á mínum síðum getur þú fært afhendingadag næsta pakka fram í tímann um allt að 12 vikur.
Til að stöðva áskrift þarf að senda póst á venja@venja.is a.m.k 1-2 dögum áður en pakki er gjaldfærður. Við svörum og afgreiðum allar fyrirspurnir eins fljótt og auðið er milli 09-17 virka daga.
Um sendingarmáta
Dropp sér um allar sendingar fyrir okkur. Okkar markmið er að koma Venju til ykkar á eins öruggan og skjótan hátt og kostur er.
Mikilvægt er að upplýsingar um þig s.s heimilisfang, netfang og símanúmer séu rétt skráð á mínum síðum, svo við komum pakkanum þínum örugglega til þín.
Frá og með 1. mars 2024 gilda eftirfarandi verð á sendingum
- Sækja á afhendingastað Dropp: 0 kr. Ókeypis
- Heimsending á Venju í áskrift 490 kr.
- Dreifingar á landsbyggð sem ekki hafa Dropp afhendingastað: 490. kr.
Skila og skipta
Sendu okkur fyrirspurn á venja@venja.is
Hvernig fara vöruskil fram?
Hægt er að skila vöru innan 14 daga frá afhendingu í gegnum vöruskilasíðu Dropp að því tilskildu að vörunni sé skilað í óuppteknum, upprunalegum umbúðum. Ekki er unnt að skila vöru, hafi umbúðir verið opnaðar.
Vöruskil fara fram í gegnum Dropphttps://www.dropp.is/voruskil
- Þú stofnar vöruskil og prentar út strikamerki sem fylgir þegar þú stofnar þau og setur á pakkann sem þú vilt skila.
- Skilar pakkanum á næsta afhendingastað Dropp.
- Endurgreiðsla á pakka fer fram þegar pakki hefur skilað sér í vöruhús, því er mikilvægt að huga vel að skrá vörusendingu rétt í gegnum vöruskilaferli Dropp.
Hver er skilafresturinn á vörunum ykkar?
Hægt er að skila vöru innan 14 daga frá afhendingu í gegnum vöruskilasíðu Dropp að því tilskildu að vörunni sé skilað í óuppteknum, upprunalegum umbúðum. Ekki er unnt að skila vöru, hafi umbúðir verið opnaðar.
Sjá skilmála