30 dagpakkar | fæðubótarefni

Essential

Versla

6.990 kr. mánaðarleg áskrift

eða 8.740 kr. stakur pakki

Fyrir getnað
Meðganga vika 0-13

Essential er þín daglega vítamínrútína. Pakkinn inniheldur sérstaklega samsett bætiefni sem eru þróuð frá grunni til að styðja þarfir kvenna fyrir getnað og á fyrsta þriðjungi meðgöngu. 

Konur sem eru á barneignaraldri, eru byrjaðar að huga að barneignum og konum á fyrsta þriðjungi meðgöngu. 


  • Sparaðu 20% með áskrift
  • Frí sending á Dropp stað
  • Þú stjórnar sjálf tíðni sendinga
  • Bio-available | NON-GMO | Clean label | Þróuð frá grunni fyrir konur

Product information

Essential er þín daglega vítamínrútína. Pakkinn inniheldur sérstaklega samsett bætiefni sem eru þróuð frá grunni til að styðja þarfir kvenna fyrir getnað og á fyrsta þriðjungi meðgöngu. 

Hver dagpakki inniheldur 4 hylki: 1x core essential fjölvítamín, 1x vegan omega 3, 2x magnesium bisglycinate. 

  • Core essential fjölvítamínið er sérþróað til að styðja næringarþörf kvenna á þessu lífsskeiði og inniheldur vandlega valin næringarefni í réttu magni og á réttu formi sem líkaminn nýtir best. Inniheldur m.a. 400 mcg fólat á formi sem veitir hámarksupptöku og öflugan styrk B6-vítamín sem er talið hafa jákvæð áhrif á morgunógleði. 
  • Omega-3 úr algae. Inniheldur æskileg hlutföll DHA/EPA (2:1). Inntaka móður á DHA stuðlar að eðlilegum þroska heila og augna hjá fóstrum. 
  • Magnesium bisglycinate hefur frábæra upptöku í líkamanum og hefur ekki laxerandi áhrif. Magnesíum er þekkt jákvæð áhrif á svefngæði sem og jákvæð áhrif á fótapirring sem er gjarnan fylgikvilli meðgöngu. 

Ráðleggingar um inntöku: Einn dagpakki á dag með mat og fullu glasi af vatni.

 

CORE ESSENTIAL MULTIVITAMIN  

Ráðlagður daglegur neysluskammtur: 1 hylki 

Næringarupplýsingar

Magn

%RDS konur 18-50 ára*

% RDS konur á meðgöngu*

Kólín (choline bitartrate)

125 mg

31%

26%

Kopar (copper citrate)

600 mcg

67%

60%

Fólat ((6S)-5-MTHF*** glucosamine salt (Quatrefolic®))

400 mcg

121%

67%

Joð (potassium iodide)

150 mcg

100%

75%

Járn (iron bisglycinate chelate)

6,0 mg

40%

23%

Selen (50% selenomethionine, 50% sodium selenite)

20 mcg

27%

22%

B2-vítamín (riboflavin 5’-phosphate)

1,6 mg

100%

84%

B5-vítamín (calcium pantothenate)

1,0 mg

20%

20%

B6-vítamín (pyridoxal 5’-phosphate)

5,0 mg

313%

263%

B12-vítamín (methylcobalamin)

200 mcg

5000%

4444%

C-vítamín (ascorbic acid)

25 mg

26%

24%

D3-vítamín (cholecalciferol from lichen (vegan))

25 mcg (1000 IU)

250%

250%

E-vítamín (natural mixed tocopherols)

1,0 α-TJ

10%

9%

K2-vítamín (menaquinone-7 (K2VITAL®))

50 mcg

77%

63%

Sink (zinc bisglycinate chelate)

9,0 mg

93%

80%

Virk innihaldsefni: Choline bitartrate, ascorbic acid, zinc bisglycinate chelate, iron bisglycinate chelate, pyridoxal 5’-phosphate, natural mixed tocopherols, riboflavin 5’-phosphate, calcium pantothenate, copper citrate, (6S)-5-MTHF*** glucosamine salt (Quatrefolic®), methylcobalamin, potassium iodide, menaquinone-7 (K2VITAL®), cholecalciferol (vegan), selenomethionine, sodium selenite. 

Önnur innihaldsefni: Rice flour (carrier), HPMC (hydroxypropylmethylcellulose) vegan capsule, medium chain triglyceride oil powder from coconut (anticaking agent), Nu-FLOW® natural rice concentrate (anticaking agent).   

Quatrefolic® is a registered trademark of Gnosis by Lesaffre. 

 

VEGAN OMEGA 3 FRÁ ALGAE 

Ráðlagður daglegur neysluskammtur: 1 hylki

Næringarupplýsingar

Magn

%RDS konur 18-50 ára*

% RDS konur á meðgöngu*

Omega-3 fitusýrur (úr smáþörungum)

500 mg

**

**

DHA

150 mg

**

**

EPA

75 mg

**

**

Virk innihaldsefni: Vegan omega 3 from microalgae. 

Önnur innihaldsefni: Hypromellose capsule.   

 

MAGNESIUM BISGLYCINATE 

Ráðlagður daglegur neysluskammtur: 2 hylki

Næringarupplýsingar

Magn

%RDS konur 18-50 ára*

% RDS konur á meðgöngu*

Magnesium (as magnesium bisglycinate)

200 mg

67%

67%

Virk innihaldsefni: Magnesium bisglycinate.  

Önnur innihaldsefni: HPMC (hydroxypropylmethylcellulose) vegan capsule, rice flour (carrier), medium chain triglyceride oil powder from coconut (anticaking agent), Nu-FLOW® natural rice concentrate (anticaking agent).  

 

 

Neytið ekki meira af vörunni en ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um.

Neysla fæðubótarefna kemur ekki í stað fjölbreyttrar fæðu.

Geymsla: Geymist á þurrum stað, varið gegn hita og ljósi. Geymið þar sem börn ná og sjá ekki til.

Eins og með önnur fæðubótarefni skal leita ráðlegginga læknis fyrir notkun ef tekin eru blóðþynnandi lyf eða annarskonar lyf.

Framleitt í Hollandi fyrir Venju bætiefni ehf.

Pakkað af Venju bætiefni ehf. í Matís ohf., Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík.

Án eggja, án fisks, án hveiti, glútens og gers, án jarðhneta, án mjólkur, án soja.

 

 

*Samkvæmt Nordic Nutrition Recommendations 2023. 

** Ráðlagður dagskammtur ekki skilgreindur. 

***MTHF = Methylhydrofolate. 

Hvað einkennir þetta lífsskeið?  

Það er fátt jafn valdeflandi og að þekkja vel inn á eigin líkama

🌪️ Hormónastarfsemin

Frá því að blæðingar hefjast og þar til þær enda sveiflast hormónin líkt og rússíbani. Þetta flókna kerfi hefur í raun eitt markmið, að hámarka líkur á frjóvgun, óháð því hvort við höfum markmið um að verða barnshafandi eða ekki. Þetta hárfína ferli krefur líkamann um ýmis næringarefni, góðan svefn og að halda streitu í lágmarki til þess að skapa þessar kjöraðstæður einu sinni í mánuði. 

Á fyrsta þriðjungi meðgöngu rísa gildi estrógens og prógesteróns jafnt og þétt. Þegar meðganga hefur náð 20 vikum taka þau kipp og rísa dramatískt til þess að styðja við frekari vöxt fóstursins. Gildi þeirra ná hápunkti undir lok meðgöngu og eru þá gildi estrógens um 6-falt hærri en áður en konan varð barnshafandi.

🥗 Næringarþörfin mín núna

Konur sem hafa tíðablæðingar hafa aukna þörf fyrir járn. Rannsóknir á mataræði Íslendinga sýna að konur á þessum aldri fá að jafnaði aðeins tæpega 60% af ráðlögðum dagskammt úr fæðu og engin kona á þessum aldri náði ráðlögðum dagskammt af járni. Rise inniheldur járn á forminu iron bisglycinate sem hefur hámarksupptöku og fer vel í magann.

Frá öðrum þriðjungi meðgöngu (e. second trimester) fer blóðmagn að aukast umtalsvert en talið er að það geti að jafnaði verið 50% meira magn en fyrir meðgöngu. Þetta veldur því að járnþörfin eykst verulega á þessu tímabili og því tekur pakkinn Create við frá öðrum þriðjungi meðgöngu.

Við getnað eykst þörf fyrir ákveðin næringarefni svo sem fólat og joð. Íslenskar konur á barneignaraldri ná ekki ráðlögðum dagskammt af hvorugu þessu næringarefni úr fæðunni einni saman. Þessi næringarefni eru gríðarlega mikilvæg strax við getnað og því mikilvægt að tryggja þau í nægilegu magni áður en getnaður á sér stað. Rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl lítillar inntöku fólats fyrir þungun og á fyrstu vikum meðgöngu og hættu á alvarlegum skaða í miðtaugakerfi fóstursins. Þar sem þungun getur átt sér stað óvænt mælir landlæknir með að allar konur sem geta orðið barnshafandi taki inn fólat í formi bætiefna daglega og út fyrsta þriðjung meðgöngu. Flest fjölvítamín fyrir konur innihalda fólat á forminu fólínsýru en það er kemíska formið af næringarefninu. Sumar konur eiga erfitt með að nýta það form og því notum við methyl fólat sem tryggir líkamanum hámarksupptöku.

Önnur næringarefni sem konur á barneignaraldri fá ekki nóg úr fæðu eru D-vítamín, E-vítamín, B2- og B5- vítamín, C-vítamín, magnesíum og selen.

Margar konur hafa í gegnum tíðina notað hormónagetnaðarvarnir sem geta gengið á mikilvæg næringarefni s.s. B6-vítamín, B-12 vítamín og fólat.

Konur sem borða lítið af dýraafurðum eru líklegri til þess að innbyrða minna af B12-vítamíni, joði og járni úr fæðu.

🌱 Næringarefni sem styðja mig

MEÐGANGA

Fólat stuðlar að vefjavexti hjá þunguðum konum.

HORMÓNAJAFNVÆGI

B6-vítamín stuðlar að því að halda reglu á hormónastarfsemi.

HÚÐ, HÁR & NEGLUR

Joð stuðlar að viðhaldi eðlilegrar húðar. Sink stuðlar að viðhaldi eðlilegs hárs og nagla.

ÞREYTA

Fólat, járn, magnesíum, B6-, B12- og C-vítamín stuðla að því að draga úr þreytu.

TAUGAKERFI

Joð, magnesíum, B6-, B12- og C-vítamín stuðla að eðlilegri starfsemi taugakerfisins.

ÓNÆMISKERFI

Fólat, járn, sink, B6-, B12-, C- og D-vítamín stuðla að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins.

BEIN

Magnesíum, sink, D- og K-vítamín stuðla að viðhaldi eðlilegra beina.

Einfaldaðu líf þitt
Settu þig í fyrsta sæti
Einfaldaðu líf þitt
Settu þig í fyrsta sæti
Einfaldaðu líf þitt
Settu þig í fyrsta sæti

Konur mæla með

Einfaldaðu líf þitt

Uppgötvaðu vítamínrútínu sem virkar

Við viljum að þú notir tímann í eitthvað allt annað en að stúdera bætiefni eða hafa skápana fulla af óþarfa bætiefnum. Vörulínan okkar er hönnuð fyrir konur og með það að markmiði að einfalda líf þitt.
Vörulínan okkar samanstendur af sjö pökkum fyrir mismunandi lífsskeið og innihalda öll mikilvægu næringarefnin sem eru vandlega valin fyrir ólíkar þarfir kvenna. Í hverjum pakka eru þrjátíu dagpakkar sem auðvelda þér reglubundna inntöku.
Hver dagpakki inniheldur öll mikilvægu næringarefnin sem styðja þarfir þínar.
.thb-secondary-cart { display:none; }