UM ÁSKRIFTINA

Við erum hér til að hjálpa þér að einfalda vítamínrútínuna þína. Með Venju áskrift færðu vítamínin þín send heim að dyrum mánaðarlega – eina sem þú þarft að gera er að muna að taka þau á hverjum degi!

Hvernig virkar áskrift?

  • Bestu verðin okkar: Þú færð alltaf 20% afslátt af pöntuninni þinni í hverjum mánuði með áskrift.
  • Ókeypis sending: Við bjóðum upp á ókeypis afhendingu á næsta Dropp afhendingarstað þegar þú ert í áskrift og heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu með Dropp fyrir hóflegt gjald, 490 kr. Búir þú ekki í nálægð við Dropp afhendingarstað býðst þér að fá sent með Flytjanda fyrir 490. kr.
  • Sveigjanleiki: Þú getur breytt, frestað, skipt út eða sagt upp áskriftinni þinni hvenær sem er. Þú einfaldlega breytir afhendingadegi næsta pakka eða breytir tíðni frá 4 - 8 vikna fresti.

Svona virkar áskriftin okkar

  • Veldu pakka sem hentar þér
  • Mánaðarleg afhending
  • Veldu afhendingarmáta sem hentar þér

Mínar síður - Umsjón áskriftar

Á Mínum síðum getur þú fylgst með og stjórnað áskriftinni þinni. Innskráning fer fram með símanúmeri og staðfestingarkóða sem sendur er í SMS.

Þitt svæði á Mínum síðum

Þegar þú kaupir áskrift færðu aðgang að þínu svæði á Mínum síðum. Þar getur þú:

  • Séð allar upplýsingar um áskriftina þína.
  • Breytt afhendingardegi næsta pakka.
  • Stjórnað tíðni sendinga (4–8 vikna fresti).
  • Uppfært persónu- og greiðsluupplýsingar.
  • Breytt afhendingarmáta s.s breytt um afhendingarstað Dropp eða valið heimsendingu.

Hvernig á að byrja?

  1. Veldu á milli áskriftar eða staks pakka.
  2. Fylltu út upplýsingarnar þínar.
  3. Þú færð staðfestingarpóst um leið.
  4. Pakkinn þinn berst innan 2–3 virkra daga

Þjónusta og aðstoð

Við erum hér til að aðstoða!

  • Netfang: venja@venja.is
  • Við svörum fyrirspurnum alla virka daga milli kl. 9:00 og 14:00.

Mikilvægar upplýsingar

  • Breytingar á áskrift verða að eiga sér stað fyrir næstu gjaldfærslu. Eftir gjaldfærslu hefst undirbúningur afhendingar, en þá er einungis hægt að skila pakka samkvæmt skilmálum um vöruskil.
  • Til að stöðva áskrift skaltu senda tölvupóst á venja@venja.is með að minnsta kosti 1–2 daga fyrirvara.

Skilaréttur

  • Skilafrestur: 14 dagar frá afhendingu.
  • Skilyrði: Vörur verða að vera óopnaðar í upprunalegum umbúðum.
  • Skil fara fram í gegnum vöruskilasíðu Dropp.

Upplýsingar um sendingu

Dropp sér um að dreifa vörum til viðskiptavina Venju. Ef fyrirspurn þín tengist sendingu sem er farin af stað er best að hafa samband beint við Dropp. 

  • Netfang: dropp@dropp.is
  • Sími: 546 6100
  • Þjónustuver Dropp er opið alla virka daga kl. 9:00-17:00

Vítamín hönnuð fyrir þarfir kvenna

Við viljum einfalda líf þitt og hjálpa þér að nálgast réttu næringarefnin þegar þú þarft mest á þeim að halda án flækjustiga. Vítamínpakkarnir okkar innihalda öll mikilvægu næringarefnin sem styðja þig.

Svaraðu spurningaprófinu til að finna hvaða pakki hentar þér best
Finna mína Venju

FINNDU MUNINN

85% KVENNA FINNA JÁKVÆÐ ÁHRIF AF VENJU

Vönduð næringarefni

Hvert næringarefni er vandlega valið út frá gæðum, nýtingu og virkni. Pakkarnir okkar innihalda sérstaklega samsett bætiefni sem styðja þarfir þínar hverju sinni. Við notum bio-available form vítamína, sem eru virk og tilbúin til upptöku, svo líkaminn þinn geti nýtt þau strax.

Sérsniðið fyrir þínar þarfir

Hvort sem þú ert að undirbúa þig fyrir getnað, á meðgöngu, upplifir breytingaskeið eða vilt styðja við hormónajafnvægi, þá sér Venja til þess að þú fáir það sem þú þarfnast.

Vítamín sem virka

Næringarþörf kvenna tekur sífellt breytingum og þess vegna höfum við hannað vörurnar okkar frá grunni svo þær styðji breytilegar þarfir kvenna á öllum lífsskeiðum.

Jákvæð áhrif sem konur finna:

  • Reglulegri tíðahringur
  • Minni tíðaverkir
  • Aukin orka
  • Betri húð, hár og neglur
  • Betri svefn, minni streita
  • Betra hormónajafnvægi
  • Stuðningur við getnað og frjósemi
  • Minni fyrirtíðaspenna
  • Minni eða horfin einkenni PCOS
  • Betri líðan á breytingaskeiði
  • Betri melting og minni uppþemba