30 dagpakkar | fæðubótarefni

Erupt

Versla

9.990 kr. mánaðarleg áskrift

eða 12.490 kr. stakur pakki

Styttri tíðahringur
Auknar blæðingar og verkir

Erupt er þín daglega vítamínrútína. Pakkinn inniheldur sérstaklega samsett bætiefni sem eru þróuð frá grunni til að styðja þarfir kvenna á byrjunarstigi breytingaskeiðs. 

Konur sem upplifa auknar blæðingar og/eða styttri tíðahring og/eða aukna verki í kringum egglos og blæðingar og önnur einkenni byrjunarstigs breytingaskeiðs s.s. brjóstaspennu, höfuðverk, hitakóf og skapsveiflur. 


  • Sparaðu 20% með áskrift
  • Frí sending á Dropp stað
  • Þú stjórnar sjálf tíðni sendinga
  • Bio-available | NON-GMO | Clean label | Þróuð frá grunni fyrir konur

Product information

Erupt er þín daglega vítamínrútína. Pakkinn inniheldur sérstaklega samsett bætiefni sem eru þróuð frá grunni til að styðja þarfir kvenna á byrjunarstigi breytingaskeiðs.

Hver dagpakki innheldur 7 hylki: 2x core essential plus fjölvítamín, 1x vegan omega 3, 2x magnesium bisglycinate, 2x L-Cysteine & Curcumin with Pycnogenol®.

  • Core essential plus fjölvítamínið er sérþróað til að styðja næringarþörf kvenna á þessu lífsskeiði og inniheldur vandlega valin næringarefni í réttu magni og á réttu formi sem líkaminn nýtir best. Inniheldur m.a. ráðlagðan dagskammt af joði sem getur stutt við einkenni brjóstaspennu. Inniheldur einnig járn á forminu iron bisglycinate sem er þekkt fyrir góða upptöku og fer vel í magann.
  • Omega-3 úr algae. Inniheldur æskileg hlutföll DHA/EPA (2:1).
  • Magnesium bisglycinate er magnesíum bundið við amínósýruna glycine og hefur frábæra upptöku í líkamanum. Magnesíum bisglycinate er þekkt fyrir jákvæð áhrif á tíðaverk, svefngæði og insúlínnæmni.
  • L-Cysteine er amínósýra sem er mikilvæg við myndun andoxunarefnisins glutathione sem gegnir mikilvægu hlutverki í afeitrunarferli líkamans m.a. umframmagns estrógens.
  • Túrmerik (e. curcumin) er þekkt fyrir jákvæð áhrif á bólguviðbragð líkamans og hefur sýnt jákvæð áhrif hjá konum með tíðaverki.
  • Pycnogenol® er öflugt andoxunarefni. Áhrif Pycnogenol® hafa verið mikið rannsökuð síðustu 40 ár með yfir 160 klínískum rannsóknum og 450 vísindagreinum. Rannsóknir hafa m.a. verið gerðar á áhrifum Pycnogenol® á einkenni kvenna á byrjunarstigi breytingaskeiðs s.s. tíðaverki og hitakóf.
  • Meltingarensím bromelain og papain stuðla að því að minnka uppþembu og tíðaverki.

Ráðleggingar um inntöku: Einn dagpakki á dag með mat og fullu glasi af vatni.

 

CORE ESSENTIAL MULTIVITAMIN PLUS

Ráðlagður daglegur neysluskammtur: 2 hylki

Næringarupplýsingar

Innihald í ráðlögðum dagskammti

Magn

%RDS konur 18-60 ára*

Bíótín

300 mcg

**

Kalsíum (calcium citrate)

180 mg

23%

Kólín (choline bitartrate)

170 mg

**

Fólat ((6S)-5-MTHF*** glucosamine salt (Quatrefolic®))

500 mcg

125%

Joð (potassium iodide)

150 mcg

100%

Járn (iron bisglycinate)

18 mg

120%

B2-vítamín (riboflavin 5’-phosphate)

1,6 mg

123%

B12-vítamín (methylcobalamin)

500 mcg

25000%

C-vítamín (ascorbic acid)

80 mg

107%

D3-vítamín (cholecalciferol from lichen (vegan))

50 mcg (2000 IU)

333%

E-vítamín (natural mixed tocopherols)

1,0 α-TJ

13%

K2-vítamín (menaquinone-7 (K2VITAL®))

80 mcg

**

Sink (zinc bisglycinate chelate)

9,0 mg

129%

Virk innihaldsefni: Calcium citrate, choline bitartrate, ascorbic acid, iron bisglycinate chelate, zinc bisglycinate chelate, natural mixed tocopherols, riboflavin 5‘-phosphate, (6s)-5-methyltetrahydrofolate glucosamine salt (Quatrefolic®), methylcobalamin, biotin, potassium iodide, menaquinone-7 (K2VITAL®), cholecalciferol (vegan).

Önnur innihaldsefni: HPMC (hydroxypropylmethylcellulose) vegan capsule, rice flour (carrier), medium chain triglyceride oil powder from coconut (anticaking agent), Nu-FLOW® natural rice concentrate (anticaking agent).

Quatrefolic® er skrásett vörumerki Gnosis by Lesaffre.

 

VEGAN OMEGA 3 FRÁ ALGAE 

Ráðlagður daglegur neysluskammtur: 1 hylki

Næringarupplýsingar

Magn

%RDS konur 18-60 ára*

Omega-3 fitusýrur (úr smáþörungum)

500 mg

**

DHA

150 mg

**

EPA

75 mg

**

Virk innihaldsefni: Vegan omega 3 from microalgae. 

Önnur innihaldsefni: Hypromellose capsule.   

 

MAGNESIUM BISGLYCINATE 

Ráðlagður daglegur neysluskammtur: 2 hylki

Næringarupplýsingar

Magn

%RDS konur 18-60 ára*

Magnesium (as magnesium bisglycinate)

200 mg

71%

Virk innihaldsefni: Magnesium bisglycinate.  

Önnur innihaldsefni: HPMC (hydroxypropylmethylcellulose) vegan capsule, rice flour (carrier), medium chain triglyceride oil powder from coconut (anticaking agent), Nu-FLOW® natural rice concentrate (anticaking agent).  

 

L-CYSTEINE AND CURCUMIN MEÐ PYCNOGENOL®

Ráðlagður daglegur neysluskammtur: 2 hylki

Næringarupplýsingar

Innihald í ráðlögðum dagskammti

Magn

%RDS konur 18-60 ára*

L-cysteine (L-cysteine HCl monohydrate)

500 mg

**

Túrmerik Extract (Curcuma longa) (Standardized to contain 95% Curcuminoids)

180 mg

**

Pycnogenol® (French maritime pine bark extract)

30 mg

**

Bromelain (bromelain 2500 GDU/g)

25 mg

**

Papain (papain 6000 USP-U/mg)

25 mg

**

B6-vítamín (pyridoxal 5’-phosphate)

25 mg

1923%

Sink (zinc bisglycinate chelate)

16 mg

229%

Kopar (copper citrate)

3,0 mg

333%

Selen (50% selenomethionine, 50% sodium selenite)

200 mcg

400%

Virk innihaldsefni: L-cysteine HCl monohydrate, turmeric extract (curcuma longa, standardized to contain 95% curcuminoids), Pycnogenol® french maritime pine bark extract, bromelain 2500 GDU/g, papain 6000 USP-U/mg, pyridoxal 5‘-phosphate, zinc bisglycinate chelate, copper citrate, selenomethionine, sodium selenite.

Önnur innihaldsefni: Rice flour (carrier), HPMC (hydroxypropylmethylcellulose) vegan capsule, medium chain triglyceride oil powder from coconut (anticaking agent), Nu-FLOW® natural rice concentrate (anticaking agent).

Pycnogenol® er skrásett vörumerki Horphag Research Inc.

 

 

Neytið ekki meira af vörunni en ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um.

Neysla fæðubótarefna kemur ekki í stað fjölbreyttrar fæðu.

Geymsla: Geymist á þurrum stað, varið gegn hita og ljósi. Geymið þar sem börn ná og sjá ekki til.

Eins og með önnur fæðubótarefni skal leita ráðlegginga læknis fyrir notkun ef tekin eru blóðþynnandi lyf eða annarskonar lyf. Ekki ætlað konum á meðgöngu eða með barn á brjósti.

Framleitt í Hollandi fyrir Venju bætiefni ehf.

Pakkað af Venju bætiefni ehf. í Matís ohf., Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík.

Án eggja, án fisks, án hveiti, glútens og gers, án jarðhneta, án mjólkur, án soja.

 

 

*Samkvæmt Embætti landlæknis

** Ráðlagður dagskammtur ekki skilgreindur.

***MTHF = Methyltetrahydrofolate

Hvað einkennir þetta lífsskeið?  

Það er fátt jafn valdeflandi og að þekkja vel inn á eigin líkama

🌪️ Hormónastarfsemin

Tíðahringurinn er hárfínt ferli þar sem hormónin estrógen og prógesterón vinna á móti hvort öðru og leitast við að halda ákveðnu jafnvægi. Ein af ástæðum þess að konur fá miklar blæðingar og verki er þegar estrógen gildi eru há samanborið við prógesterón gildi. Það getur gerst ef að líkaminn á erfitt með að losa sig við estrógen. Eitt af hlutverkum estrógens er að örva vöxt og þykkt slímhúðar og undirbúa legið fyrir mögulega frjóvgun. Á móti er eitt af hlutverkum prógesteróns að þynna slímhúðina og þannig minnka blæðingar og verki. Því meira magn estrógens, því þykkari verður slímhúðin og því meiri verða blæðingarnar sem koma í kjölfarið.

Sumar konur upplifa auknar blæðingar og styttri tíðahring milli þrítugs og fertugs sem er öfugt við það sem þær eiga von á þegar breytingaskeiðið nálgast. Á þessu tímabili byrja prógesterón gildin að lækka mikið og að lokum verður framleiðslan engin. Áður var talið að estrógen gildi lækkuðu samtímis en nú er talið að á þessu tímabili sveiflist estrógen gildin mikið og hækki jafnvel upp í þrefalt það sem þau voru áður. Þetta ójafnvægi getur því valdið auknum blæðingum og verkjum í tengslum við egglos og blæðingar.

🥗 Næringarþörfin mín núna

Konur sem hafa tíðablæðingar hafa aukna þörf fyrir járn. Rannsóknir á mataræði Íslendinga sýna að konur á þessum aldri fá að jafnaði aðeins tæpega 60% af ráðlögðum dagskammt úr fæðu og engin kona á þessum aldri náði ráðlögðum dagskammt af járni. Erupt inniheldur járn á forminu iron bisglycinate sem hefur hámarksupptöku og fer vel í magann.

Joð er mikilvægt næringarefni sem stuðlar að eðlilegri framleiðslu skjaldkirtilshormóna og eðlilegri starfsemi skjaldkirtils. Eggjastokkarnir treysta á nægar joð birgðir í líkamanum, þó þeir noti ekki joð beint, eru þeir undir áhrifum af skjaldkirtilshormónum, sem eru framleidd í skjaldkirtli og stjórnað af joði. Rannsóknir benda til að joðskortur geti haft umtalsverð áhrif á ýmis einkenni sem konur upplifa á breytingaskeiðinu. Samkvæmt gögnum um mataræði Íslendinga ná konur á þessum aldri aðeins um 60% af ráðlögðum dagskammti af joði úr fæðu.

Önnur næringarefni sem konur á þessu lífsskeiði fá ekki nóg úr fæðu eru D-vítamín, E-vítamín, B2- og B5- vítamín, C-vítamín, magnesíum og selen.

Margar konur nota hormónagetnaðarvarnir sem geta gengið á mikilvæg næringarefni s.s. B6-vítamín, B-12 vítamín og fólat.

Konur sem borða lítið af dýraafurðum eru líklegri til þess að innbyrða minna af B12-vítamíni, joði og járni úr fæðu.

🌱 Næringarefni sem styðja mig

HORMÓNAJAFNVÆGI

B6-vítamín stuðlar að því að halda reglu á hormónastarfsemi.

BLÆÐINGAR

Fólat stuðlar að eðlilegri blóðmyndun. Járn stuðlar að eðlilegri myndun blóðrauða og járn og B12-vítamín stuðla að eðlilegri myndun rauðra blóðkorna.
Ríbóflavín stuðlar að viðhaldi eðlilegra rauðra blóðkorna og eðlilegum efnaskiptum járns.

BLÓÐSTORKNUN

Kalsíum og K-vítamín stuðla að eðlilegri blóðstorknun.

EFNASKIPTI ESTRÓGEN Í LIFUR

Kólín stuðlar að viðhaldi eðlilegrar starfsemi lifrar.

SKJALDKIRTILL

Joð stuðlar að eðlilegri framleiðslu skjaldkirtilshormóna og joð og selen stuðla að eðlilegri starfsemi skjaldkirtils.

ÞREYTA

Fólat, járn, magnesíum, B2-, B5-, B6-, B12- og C- vítamín stuðla að því að draga úr þreytu.

TAUGAKERFI

Kopar, joð, magnesíum, B2-, B6-, B12 og C-vítamín stuðla að eðlilegri starfsemi taugakerfisins.

ANDLEG HEILSA

Fólat, magnesíum, B6-, B12- og C-vítamín stuðla að eðlilegri sálfræðilegri starfsemi.

MINNI OG HEILAÞOKA

Joð, járn og sink stuðla að eðlilegri vitsmunastarfsemi.

ÞREYTA

Fólat, járn, magnesíum, B2-, B5-, B6-, B12- og C- vítamín stuðla að því að draga úr þreytu.

HÚÐ & ANDOXUN

Joð, sink og B2-vítamín stuðla að viðhaldi eðlilegrar húðar. Kopar, selen, sink, B2-, C- og E-vítamín verja frumur fyrir oxunarálagi.

HÁR & NEGLUR

Sink og selen stuðlar að viðhaldi eðlilegs hárs og nagla.

ÓNÆMISKERFI

Kopar, fólat, járn, selen, sink, B6-, B12-, C- og D-vítamín stuðla að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins.

Einfaldaðu líf þitt
Settu þig í fyrsta sæti
Einfaldaðu líf þitt
Settu þig í fyrsta sæti
Einfaldaðu líf þitt
Settu þig í fyrsta sæti

Konur mæla með

Einfaldaðu líf þitt

Uppgötvaðu vítamínrútínu sem virkar

Við viljum að þú notir tímann í eitthvað allt annað en að stúdera bætiefni eða hafa skápana fulla af óþarfa bætiefnum. Vörulínan okkar er hönnuð fyrir konur og með það að markmiði að einfalda líf þitt.
Vörulínan okkar samanstendur af sjö pökkum fyrir mismunandi lífsskeið og innihalda öll mikilvægu næringarefnin sem eru vandlega valin fyrir ólíkar þarfir kvenna. Í hverjum pakka eru þrjátíu dagpakkar sem auðvelda þér reglubundna inntöku.
Hver dagpakki inniheldur öll mikilvægu næringarefnin sem styðja þarfir þínar.
.thb-secondary-cart { display:none; }