MEÐGANGA, FÆÐING & BRJÓSTAGJÖF
Vítamínpakkarnir okkar eru þróaðir frá grunni til að styðja ólíkar þarfir kvenna á mismunandi lífsskeiðum. Hver pakki er mánaðarskammtur og inniheldur 30 dagpakka, einn pakki fyrir hvern dag sem tryggir þér öll mikilvægu næringarefnin án fyrirhafnar.
- Notaðu síurnar (e. filters) til að hjálpa þér að finna rétta pakkann fyrir þig og hentar þínu lífsskeiði, þörfum eða markmiði.
- Þú getur líka notað þetta tól hérna til að hjálpa þér að finna rétta pakkann fyrir þig.
Að ganga með og fæða barn hefur í för með sér mestu hormónasveiflur sem þú gengur í gegnum á lífsleiðinni. Undir lok meðgöngu mælast gildi estrógens og prógesteróns þau hæstu sem þau verða, en þá eru estrógen gildin um sexfalt hærri en þau voru fyrir meðgöngu.
Á þriðja og fjórða degi taka hormónin mikla dýfu og helst hormónaframleiðslan mjög lág fyrstu mánuði eftir fæðingu, líkt og hjá konu sem hefur farið í gegnum tíðahvörf (e. menopause). Líta mætti því á meðgöngu og fæðingu eins og nokkur ólík tímabil þar sem næringarþörf breytist samhliða hormónasveiflum.
Þú finnur strax muninn
Hvert næringarefni í bætiefnin okkar er valið af kostgæfni, þannig að líkaminn þekkir og nýtir næringarefnið vel og örugglega.
Í Venju notum við svokölluð bio-available form af vítamínum þegar þess er kostur sem eru mun dýrari en kemísku vítamínin sem langflestir nota í sínar vörur.
Bio-available þýðir að vítamínin eru “virk” og líkaminn getur strax nýtt þau á rétta staði án þess að þurfa kosta til orku eða fara af stað í umbreytingaferli svo hægt sé að nýta næringuna.
Þess vegna finna konur strax mun á sér eftir að taka Venju.