Við svörum fyrirspurnum virka daga milli klukkan 09:00-14:00. Utan þess tíma leitumst við við að svara eins fljótt og unnt er. Lokað er um helgar og á almennum frídögum.
Upplýsingar um sendingu
Dropp sér um dreifingar á vörunum frá Venju. Ef fyrirspurn þín tengist sendingu sem er farin af stað er best að hafa samband beint við Dropp.
-
Netfang: dropp@dropp.is
-
Sími: 546 6100
-
Þjónustuver Dropp er opið alla virka daga kl. 9:00-17:00
Mínar síður - Umsjón áskriftar
Á Mínum síðum getur þú fylgst með og stjórnað áskriftinni þinni. Innskráning fer fram með símanúmeri og staðfestingarkóða sem sendur er í SMS.
Mikilvægt er að eftirfarandi upplýsingar séu réttar:
- Símanúmer
- Netfang
- Heimilisfang
- Dropp afhendingastaður (ef valinn)
Á Mínum síðum getur þú:
- Breytt áskriftarpakka
- Frestað næstu afhendingu
- Séð áætlaðan afhendingartíma
- Uppfært greiðsluupplýsingar
- Breytt afhendingartíðni (4-8 vikna fresti)
Uppsögn áskriftar
Til að segja upp áskrift sendu tölvupóst á venja@venja.is
Mikilvægt
Allar breytingar á áskrift verða að eiga sér stað fyrir gjaldfærslu pakka. Eftir gjaldfærslu hefst undirbúningur afhendingar, en þá er einungis hægt að skila pakka samkvæmt skilmálum um vöruskil.
Vöruskil
- Skilaréttur: 14 dagar frá afhendingu
- Skilyrði: Óopnaðar, upprunalegar umbúðir
- Vöruskil fara fram í gegnum vöruskilasíðu Dropp
- Nánari upplýsingar í skilmálum
Kveðja, Venja