Hvað er í pakkanum mínum? erupt perimenopause

Erupt er þín daglega vítamínrútína. Pakkinn inniheldur sérstaklega samsett bætiefni sem eru þróuð frá grunni til að styðja þarfir kvenna á byrjunarstigi breytingaskeiðs.

Hver dagpakki innheldur 6 hylki: 1x core essential fjölvítamín, 1x vegan omega 3, 2x magnesium bisglycinate, 2x NAC & Curcumin with Pycnogenol®.

  • Core essential fjölvítamínið er sérþróað til að styðja næringarþörf kvenna á þessu lífsskeiði og inniheldur vandlega valin næringarefni í réttu magni og á réttu formi sem líkaminn nýtir best. Inniheldur m.a. ráðlagðan dagskammt af joði sem getur stutt við einkenni brjóstaspennu. Inniheldur einnig járn á forminu iron bisglycinate sem er þekkt fyrir góða upptöku og fer vel í magann.
  • Omega-3 úr algae. Inniheldur æskileg hlutföll DHA/EPA (2:1).
  • Magnesium bisglycinate er magnesíum bundið við amínósýruna glycine og hefur frábæra upptöku í líkamanum. Magnesíum bisglycinate er þekkt fyrir jákvæð áhrif á tíðaverk, svefngæði og insúlínnæmni.
  • NAC er amínósýra sem er mikilvæg við myndun andoxunarefnisins glutathione sem gegnir mikilvægu hlutverki í afeitrunarferli líkamans m.a. umframmagns estrógens. NAC er þekkt fyrir andoxunar og bólgueyðandi eiginleika sem talin eru hafa jákvæð áhrif fyrir ýmis einkenni breytingaskeiðs og benda rannsóknir til jákvæðra áhrifa fyrir konur með mikla tíðaverki (dysmenorrhea).
  • Túrmerik (e. curcumin)er þekkt fyrir jákvæð áhrif á bólguviðbragð líkamans og benda rannsóknir til jákvæðra áhrifa fyrir konur með tíðaverki.
  • Pycnogenol®er öflugt andoxunarefni. Áhrif Pycnogenol® hafa verið mikið rannsökuð síðustu 40 ár með yfir 160 klínískum rannsóknum og 450 vísindagreinum. Rannsóknir hafa m.a. verið gerðar á áhrifum Pycnogenol® á einkenni kvenna á byrjunarstigi breytingaskeiðs s.s. tíðaverki og hitakóf.
  • Meltingarensím bromelain og papainstuðla að því að minnka uppþembu og tíðaverki.