Kólín er mjög mikilvægt næringarefni á meðgöngu og á fyrstu 1000 dögum í lífi barns.
Kólín gegnir mikilvægu hlutverki í að koma nægum Omega-3 og DHA fitusýrum til fósturs á nýtanlegu formi og einnig ýmissi líkamsstarfsemi svo sem starfsemi lifrar, heilbrigðum þroska heila, vöðvastarfsemi, starfsemi taugakerfis og í efnaskiptum.
Áður en getnaður á sér stað styður kólín við heilbrigt egglosferli og hefur líka sitt að segja hvað varðar gæði eggja hjá móður sem og frjóvgun eggs og eggfestu.
Lifrin framleiðir aðeins lítið magn af því kólíni sem við þurfum daglega - og því treystir líkaminn á að fá nóg af því úr fæðunni.
Fæða sem inniheldur mikið magn kólíns eru m.a. lifur, nauta-, svína og kjúklingakjöt og eggjum en kólín er einnig að finna í grænmetisfæði en í minna magni. Brokkolí, nýrnabaunir, quinoa, tófu og hnetur innihalda talsvert af kólíni.
Næringarþörf á kólíni eykst talsvert á meðgöngu og á meðan brjóstagjöf stendur. Í Bandaríkjunum er talið að konur á barneignaraldri fái aðeins um 50% af fullnægjandi magni (e. adequiate intake) á brjóstagjafatímabili en hér á landi eru ekki til gögn um neyslu á kólíni. Skortur á kólíni getur m.a. haft áhrif á starfsemi heilans og úrvinnslu minni hjá ungbörnum.
Mörg meðgönguvítamín innihalda ekkert kólín
Mörg meðgönguvítamín innihalda ekkert kólín þrátt fyrir mikilvægi kólíns á meðgöngu og fyrstu 1000 dagana í lífi barns. Ástæðan er að kólín næringarefnið er mjög plássfrekt og þar sem kólín er að finna í mörgum fæðuflokkum velja margir framleiðendur bætiefna að sleppa þessu mikilvæga næringarefni í meðgönguvítamín sín.
Að auki spilar inn í að bætiefnaframleiðendur eru enn mjög fastir í ofur-einfaldri nálgun sinni; "Að ein og sama vítamíntaflan eigi að duga konum út lífsleiðina". Sú nálgun getur ekki stutt vel við breytilegar þarfir okkar og gerir jafnframt lítið úr hversu margslunginn líkami okkar er. Líkaminn okkar er flókinn og bætiefnin sem við tökum þurfa einfaldlega að styðja við þarfir okkar þó þær séu flóknar.
Hágæða næringarefni taka einfaldlega pláss
Þessi ofureinfalda og jafnframt úrelda nálgun margra bætiefnaframleiðanda þýðir að mörgu er fórnað í staðinn. "Aðeins ein tafla á dag" - getur þýtt að bætiefnin séu kemísk eða í allt of litlu magni í hverri töflu. Á næringartöflu aftan á mörgum vítamínum er algengt að sjá allt stafrófið af næringarefnum, jafnvel er búið að koma að Omega-3 fitusýrum að í fjölvítamíni ásamt mörgum öðrum næringarefnum. Það gefur auga leið að magnið af omega-3 sem þarf til að styðja við næringarlega þörf barnshafandi konu er þá mjög lítið ef koma á jafn mikilvægu næringarefni að í einni fjölvítamíntöflu. Form og magn næringarefna skipta máli ef bætiefni eiga að virka. Mörg mikilvæg næringarefni sem konur þurfa nauðsynlega á ákveðnum tímabilum svo sem kólín, magnesíum, kalsíum og Omega-3 passa aldrei í eina töflu því þau eru mjög plássfrek séu þau í magni sem konur þurfa.
Næringarefnin þurfa að vera á formi sem líkaminn þekkir og getur nýtt án þess að kosta til auka orku til að brjóta þau niður og umbreyta þeim í nýtanlegt form. Við veljum að nota svokölluð "bio-available" form af næringarefnum þegar þess er kostur.
Það er flókið og mikil áskorun að tryggja öll mikilvægu næringarefnin úr fæðu þegar að næringarþörf tekur jafn miklum breytingum yfir lífsleiðina eins og hjá konum. Þetta leiðir jafnframt hugan að því hversu oft þarfir kvenna eru hundsaðar. Bætiefnabransinn er ekki einsdæmi um það og er ástæðan fyrir því að við stofnuðum Venju og þróuðum bætiefnin okkar til að styðja breytilegar þarfir kvenna, hvar sem þær eru á lífsskeiðinu.
Líkaminn okkar þarf nauðsynlega mörg mikilvæg næringrefni daglega til að viðhalda eðlilegri starfsemi - Kólín er eitt þeirra sem við viljum ekki að okkur skorti og þess vegna innihalda bætiefnin okkar kólín í æskilegu magni miðað við þörf kvenna á barneignaraldri, fyrir getnað, á meðgöngu og á meðan brjóstagjöf stendur.