Skip to content
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
Venja.isVenja.is
Tíðahringurinn

Tíðahringurinn

Hormóna rússíbaninn sem fylgir okkur nær alla ævi

Tíðahringunum má skipta niður í fjóra fasa sem hefur hver sín einkenni. Það má segja að innan eins tíðahrings erum við fjórir ólíkir persónuleikar því hormónin sem sveiflast ótt og títt innan eins tíðahrings hafa óumflýjanleg áhrif á okkur. Að þekkja vel inn á líkama okkar og hvernig hormónastarfsemin getur stundum litað líf okkar mun hjálpa okkur að sýna okkur smá meira sjálfsmildi, þegar við þurfum mest á því að halda.

Tíðahringurinn er taktföst hringrás sem teygir anga sína til nær allrar starfsemi líkamans og treystir á góð skilyrði til að viðhalda jafnvægi, svo sem góða næringu og streitu í hófi. Því meira jafnvægi, því betur líður okkur. 

tíðahringurinn

 

Fjórir fasar tiðahringsins kallast

  1. Blæðingar: Markar upphaf hvers tíðahrings. Ef þungun hefur ekki átt sér stað mun slímhúð legsins hreinsast út í gegnum leggöngin. Blæðingar geta gefið okkur vísbendingu um hormónaheilsu okkar og því gott að fylgjast með magni, lit, áferð og lengd blæðinga.
  2. Eggbúsfasinn: Á þessum tíma tekur estrógen kipp og hækkar sem veldur því að slímhúðin eykst og þykknar. Á þessu tímabili mun eitt eggbúanna mynda fullþroskað egg sem hefur fengið að þroskast síðustu 100 daga.
  3. Egglos: Egglos er kjarni þessarar hringrásar sem tíðahringurinn er. Líkaminn eykur framleiðslu gulbúshormónsins sem veldur því að eggjastokkurinn losar eggið sitt. Ef egglos verður ekki, sem getur gerst af ýmsum ástæðum, getur gerst að líkaminn framleiði ekki prógesterón. Þá getur tíðahringurinn tekið breytingum, orðið óreglulegur eða bil milli blæðinga orðið óeðlilega langt.
  4. Gulbúsfasinn: Eftir að eggið er losað úr eggjastokknum byrjar það að ferðast í gegnum eggjaleiða og til legsins. Prógesterón hækkar til að hjálpa til við að undirbúa legslímhúðina fyrir mögulega frjóvgun. Ef þungun á sér ekki stað mun magn estrógens og prógesteróns droppa og hreinsast út með næstu blæðingum.