Augn,- húð & leggangaþurrkur er komin til að vera
Þegar hægist á hormónastarfseminni á breytingaskeiði finna konur gjarnan fyrir miklum breytingum á húð og slímhúð. Estrógen hefur m.a. það hlutverk að þykkja slímhúð legganganna og halda henni rakri og teygjanlegri. Við tíðalok eru estrógen og prógesterón komin í lágmarksstarfsemi og því er augnþurrkur, húðþurrkur og leggangaþurrkur vandamál sem komin eru til að vera og munu haldast út ævina.
Þangað til við tíðalok hefur samspil estrógens og prógesterón gegnt mikilvægu hlutverki í að viðhalda eðlilegum raka slímhúðar og jafnvægi bólguviðbragða. Estrógen býr yfir "bólgu-eyðandi" eiginleikum og þegar þessi tvö mikilvægu hormón eru komin í ójafnvægi og/eða í lágmarksstarfsemi eins og gerist við tíðalok, verðum við enn berskjaldaðari fyrir bólgusjúkdómum. Einkenni svo sem vöðva- og liðverkir geta aukist til muna.