Þekkir þú muninn á Fólinsýru og Fólati?

Um leið og kona verður barnshafandi er ein fyrsta ráðlegging ljósmóður til hennar að kaupa bætiefni sem inniheldur fólat. Mikilvægt er að tryggja nægilegt magn fólats áður en getnaður á sér stað og því mælir Landlæknir með að allar konur á barneignaraldri taki inn fólat í formi bætiefna

Flest fæðubótarefni sem seld eru hér á landi, þar með talið algengustu meðgönguvítamín og fjölvítamínin, innihalda flest fólinsýru (kemíska formið). Fólinsýra er ódýrasta formið og því algengt að framleiðendur velji umfram t.d. 5-MTHF fólat sem er mun dýrara innihaldsefni.

Ef tryggja á líkamanum nægt magn fólats með bætiefnum er mikilvægt að skoða hvort fjölvítamínið eða meðgönguvítamíni sé ekki innihaldi ekki örugglega MTHF fólat.

Það er mikilvægt að skilja muninn á fólati og fólinsýru

Besta uppspretta fólats kemur úr mat en í bætiefnum er mikilvægt að gera greinamun á 5-MTHF fólati og fólinsýruÓlíkt fólati (náttúrulega forminu) þá umbreytast ekki allar tegundir fólinsýru (kemíska formið) yfir í form sem líkaminn nýtir. 

5-MTHF fólat er aktíva formið af fólati sem finnst í hágæða bætiefnum og er talið vera það form af fólati sem líkaminn nýtir hvað best. MTHF fólat talið vera besta formið ef tryggja á líkaminum nægt fólat með hjálp bætiefna.

Fólinsýra er svo kemíska formið, sem líkaminn þarf að umbreyta og líkur eru á að lítill eða enginn hluti þess nýtist sem fólat þegar það hefur verið brotið niður. Fólinsýra er ódýrasta form af næringarefninu og er algengt innihaldsefni í flestum meðgönguvítamínum og fjölvítamínum. Það finnst einnig í unnum mat svo sem morgunkorni.

Í heilbrigðum einstaklingum brýtur ensímið MethyleneTedraHydrofolate reductase næringarefnið niður í nægilegu magni. Þetta efni er talið skorta hjá um 20-40% einstaklinga sem eru með ákveðinn genastökkbreytingu MTHF og gerir það að verkum að þeir geti ekki nýtt fólinsýruna og getur leitt til skorts á fólati.

Hvað er fólat?

Fólat er vatnsleysanlegt vítamín sem flokkað er í hóp B-vítamína, stundum kallað B9. Líkaminn getur ekki sjálfur framleitt fólat og treystir því á að fá fólat úr fæðu og bætiefnum.

Fólat er samheiti yfir hóp skyldra efnasambanda með svipaða næringareiginleika. Kemíska formið kallast fólinsýra og svo líkaminn nýti fólatið þarf fyrst að umbreyta efninu með hjálp ensímsins MTHF. Virka og aktíva formið kallast 5-methyltetrahydrofolate (5-MTHF). Líkaminn þarf ekki að umbreyta því heldur nýtir það að fullu. Fólat rík matvæli eru t.d. kornvörur, kjöt, mjólk og mjólkurvörur, ávextir og dökk grænt grænmeti en neysla þessara fæðuflokka er á hraðri niðurleið hjá konum á barneignaraldri.

Hlutverk fólats

Hlutverk fólats við getnað og meðgöngu er margþætt. Líkaminn þarf fólat til þess að búa til erfðaefnið DNA and RNA og gegnir mikilvægu hlutverki við frumuskiptingu. Fólat stuðlar einnig að vefjavexti á meðgöngu þar með talið legs, fylgju og vexti fóstursins. Fólat er þó sérstaklega mikilvægt fyrir miðtaugakerfi fósturs en skortur getur aukið líkur á alvarlegum skaða í miðtaugakerfi fósturs.

  • Búa til og gera við erfðaefni DNA
  • Hjálpar frumum að vaxa, skipta sér og starfa rétt
  • Framleiða ákveðin prótín
  • Stuðlar að vefjavexti, þ.m.t. legs, fylgju og vexti fósturs
  • Stuðlar að eðliegum þroska miðtaugakerfis fósturs

Fólat er sérstaklega mikilvægt á meðgöngu

Fólat er ekki bara mikilvægt fyrir getnað og á meðgöngu heldur gegnir mörgum mikilvægum hlutverkum í líkamanum fyrir alla aldurshópa.  Sem dæmi stuðlar fólat að eðlilegri blóðmyndun og því getur skortur á næringarefninu ýtt undir blóðleysi. Fólat gegnir einnig mikilvægu hlutverki við efnaskipti hómócystein. Hómócystein er amínósýra í blóði og talið er að há gildi hómócystein auki líkur á hjarta - og æðasjúkdómum, en skortur á fólat getur valdið hækkun á hómócystein gildum. Vísbendingar eru um að konur með PCOS hafi hærri hómócystein gildi en aðrar konur og einnig eru vísbendingar um tengsl hærri gilda hómócystein við líkur á meðgöngueitrun.

Íslenskar konur fá ekki nóg fólat úr fæðunni

Ráðlagður dagskammtur fyrir fólat er 400 µg á dag fyrir konur á barneignaraldri og eykst í 500 µg á dag á meðgöngu og á meðan brjóstagjöf stendur. Íslenskar konur á aldrinum 18-39 ára fá aðeins að meðaltali 216 µgaf fólati á dag úr fæðunni sem nemur 54% af ráðlögðum dagskammt kvenna á barneignaraldri og aðeins 43% af ráðlögðum dagskammti á meðgöngu/við brjóstagjöf. Þrátt fyrir þessar niðurstöður og þrátt fyrir ráðleggingar Landlæknis er aðeins 12% kvenna á barneignaraldri sem tekur inn fólat sem fæðubótarefni. 

Samantekt

Fólat er mikilvægt næringarefni sem gegnir mörgum mikilvægum hlutverkum í líkamanum og er sérstaklega mikilvægt fyrir getnað og meðgöngu. Landlæknir mælir með að allar konur á barneignaraldri taki inn fólat í formi bætiefna.

Matur kemur alltaf fyrst og er mikilvægasta uppspretta okkar af næringarefnum. Mataræði íslendinga hefur tekið hröðum breytingum undanfarin áratug. Niðurstöður landskönnunar á mataræði Íslendinga má sjá að konur á barneignaraldri fá ekki nóg fólat úr fæðu. Uppspretta fólats má finna í kornvörum, kjöti, mjólkurvörum , ávöxtum og grænmeti en neysla þessara fæðuflokka er á hraðri niðurleið hjá konum á barneignaraldri ef marka má niðurstöður landskönnunar Embættis landlæknis á mataræði Íslendinga. Því er áhyggjuefni að mataræði kvenna á barneignaraldri uppfylli ekki næringarþörf fyrir þessi fólat og önnur mikilvægu næringarefni. Í þessu samhengi bendum við á grein Sigríðar Björnsdóttur, innkirtla- og efnaskiptalæknis sem fjallar um hvort tilefni sé til að hafa áhyggjur af næringu kvenna á meðgöngu. Hana má lesa hér og hér.

Kastljós fjallaði sérstaklega um niðurstöður landskönnunar og hvaða áhrif breytingar á mataræði íslendinga geta haft í för með sér fyrir konur á barneignaraldri.