Skip to content
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
Venja.isVenja.is
Hvað borðum við?

Hvað borðum við?

Í lok árs 2022 voru niðurstöður landskönnunar á mataræði Íslendinga árin 2019-2021 kynntar. Skýrsluna í heild sinni má finna hér.

Þessar kannanir hafa verið gerðar reglulega og gefa mikilvæga mynd af mataræði Íslendinga m.t.t. ráðlegginga. Embætti landlæknis og Rannsóknarstofa í næringarfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands stóðu að könnuninni og náði til fólks á aldrinum 18–80 ára. Hér að neðan er stiklað á stóru sem snýr að helstu niðurstöðum könnunarinnar sem snýr að konum. 

Konur á barneignaraldri fá ekki nóg af járni, fólati né joði úr fæðu.

  • Meðalneysla á fólati úr fæðu er undir ráðleggingum, sérstaklega meðal kvenna. Fólat er mikilvægt næringarefni á meðgöngu og skortur getur aukið líkur á alvarlegum skaða í miðtaugakerfi fósturs. Fólat er helst að finna í grænmeti, hnetum, baunum og sumum tegundum ávaxta.
  • Einungis 12% kvenna á barneignaraldri taka inn fæðubótarefni sem inniheldur fólat, en öllum konum á barneignaraldri er ráðlagt að taka fólat sem fæðubótarefni.
  • Járnneysla minnkar frá síðustu landskönnun og engin kona á barneignaraldri nær ráðlögðum dagskammti fyrir járn, en hann er hærri fyrir þann hóp (15 mg á dag) en aðra fullorðna (9 mg á dag). Járn er helst að finna í kjöti, fiski, baunum, ertum, linsum, tófú og öðrum sojavörum, dökkgrænu grænmeti, hnetum og heilkornavörum. Járn er mikilvægt næringarefni fyrir súrefnisflutning í blóðinu, ónæmiskerfið og einnig heila- og taugaþroska barna. Þessa minni járnneyslu má tengja við minni neyslu ungra kvenna á kjöti, fiski og vinsælda vegan mataræðis.
  • Járn er mikilvægt næringarefni fyrir súrefnisflutning í blóðinu, ónæmiskerfið og einnig heila- og taugaþroska barna. Neysla járns var 10,9 milligrömm að meðaltali á dag í síðustu könnun en er nú 9,1 milligramm. Minni neysla sást einnig hjá konum á barneignaraldri, eða 8,9 milligrömm á dag nú borið saman við 10,3 milligrömm á dag í síðustu könnun. Ráðlagður dagskammtur er hærri fyrir konur á barneignaraldri (15 milligrömm á dag) en aðra fullorðna (9 milligrömm á dag), en engin kona náði því viðmiði.
  • Joðneysla hefur minnkað um 20% að meðaltali frá síðustu landskönnun og er minnst í yngsta aldurshópi kvenna vegna minni mjólkurneyslu og lítillar fiskneyslu í þeim aldurshópi. Tryggja þarf nægjanlegt magn af joði á meðgöngu þar sem þetta næringarefni er mikilvægt fyrir fósturþroska og þroska barnsins eftir fæðingu.
  • D-vítamínneysla þeirra sem ekki taka lýsi eða annan D-vítamíngjafa er langt undir ráðlögðum dagskammti (15–20 míkrógrömm á dag) eða 5 míkrógrömm að meðaltali. Rúmlega helmingur þátttakenda (55%) segist taka D-vítamín sem fæðubótarefni reglulega (lýsi, perlur eða töflur) eins og ráðlagt er. Yngsti aldurshópur karla og kvenna fær minnst af D-vítamíni. D-vítamín er mest í feitum fiski og er m.a. nauðsynlegt til að örva upptöku kalks úr fæðunni.

Skýrsluna í heild sinni má finna hér

Bætiefnin okkar innihalda öll mikilvægu næringarefnin sem konur skortir úr fæðu

Við þróuðum bætiefnin okkar með þessar niðurstöður að leiðarljósi ásamt því að skoða hvernig og hvenær næringnarþörf kvenna breytist á lífsleiðinni. Því innihalda bætiefnin okkar öll mikilvægu næringarefnin sem konur þurfa hverju sinni. Svo sem fólat, joð og D-vítamín en einnig járn og kalsíum eftir þörfum.