Skip to content
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
Venja.isVenja.is
Tölum um joð og mikilvægi þess

Tölum um joð og mikilvægi þess

Joðskortur getur haft umtalsverð áhrif á hormónaheilsu okkar. Neysla á joðríkri fæðu fer hratt minnkandi og mælist í fyrsta sinn joðskortur meðal kvenna á barneignaraldri á Íslandi. Við þurfum að vera vakandi fyrir því hvernig við ætlum að tryggja okkur nægt joð, sérstaklega ef við sneiðum fram hjá joðríkri fæðu eins og fisk og kúamjólk.

Byrjum hér:

Joð er eitt þeirra næringarefna sem líkaminn þarf nauðsynlega á að halda til að mynda skjaldkirtilshormón. Skjaldkirtillinn þarfnast joðs mest allra líffæra í líkamanum og hefur því “forgang” á það joð sem líkamamanum býðst. Skortur á joði raskar framleiðslu skjaldkirtilshormóna sem getur leitt til að skjalkirtillinn verði vanvirkur (e. hypothyroidism).

Eggjastokkarnir treysta einnig á nægar joð birgðir í líkamanum, þó þeir noti ekki joð beint, eru þeir undir áhrifum af skjaldkirtilshormónum, sem eru framleidd í skjaldkirtli og stjórnað af joði. Rannsóknir benda til að joðskortur geti haft umtalsverð áhrif á frjósemi en einnig aukið á ýmis einkenni sem konur upplifa á breytingaskeiðinu.

Joð er mikilvægt á öllum lífsskeiðum

Joð er mikilvægt næringarefni fyrir konur á öllum lífsskeiðum, en þá sérstaklega barnshafandi konum þar sem joðþörf eykst mikið á meðgöngu. Nýjustu gögn um mataræði Íslendinga sýna að neysla á bæði fisk og mjólkurvörum eru á niðurleið en í fyrsta sinn mælist joðskortur meðal íslenskra kvenna á barneignaraldri sem er verulegt áhyggjuefni.

Helstu joðgjafar fæðunnar eru fiskur (fyrst og fremst ýsa en einnig þorskur), mjólk og mjólkurvörur en joð finnst einnig í þara. Konur á barneignaraldri sem borða lítið af joðríkri fæðu er ráðlagt að taka joð í formi bætiefna, helst áður en kona verður þunguð eða eins snemma á meðgöngu og mögulegt er.

Joðþörf eykst umtalsvert á meðgöngu

Á meðgöngu er fóstrið alfarið háð skjaldkirtilshormónum frá móður og því er joð mjög mikilvægt næringarefni á meðgöngu. Of mikið eða of lítið magn af joði getur því haft áhrif á taugaþroska fósturs sem getur m.a. haft áhrif á það hversu hratt og vel börn læra. Mikill joðskortur getur valdið þroskaskerðingu hjá börnum.

Nægjanlegt joð á meðgöngu er sérstaklega mikilvægt fyrir fósturþroska og þroska barnsins eftir fæðingu þess. Til að fullnægja joðþörf á meðgöngu þarf barnshafandi kona að borða fisk 2x -3x í viku og drekka tvo skammta af kúamjólk á dag.

Joðþörf á efri árum

Joð er mikilvægt næringarefni fyrir konur á öllum lífsskeiðum. Breytingaskeiðinu fylgja fjölmörg einkenni sem geta verið mjög einstaklingsbundin milli kvenna. Fyrir sumar konur geta einkennin verið mjög sterk og haft verulega lífsskerðandi áhrif á líf þeirra.

Undirliggjandi skjaldkirtilsvandi getur aukið enn frekar á einkenni breytingaskeiðsins. Ef þig grunar að þú sért með mögulegan joðskort skaltu ráðfæra þig við þinn lækni.

Einkenni joðskorts

  • Vanvirkur skjaldkirtill
  • Bólginn skjalkirtill
  • Kuldatilfinning
  • Bjúgur í andliti
  • Heilaþoka
  • Minnisskerðing
  • Hægur hjartsláttur
  • Þreyta / síþreyta
  • Hægari efnaskipti
  • Óútskýrð þyngdaraukning
  • Meltingarvandamál
  • Þurr húð og hár
  • Óreglulegur tíðahringur
  • Skert frjósemi

Joðneysla hefur minnkað um 20%

Joðneysla hefur minnkað um 20% að meðaltali frá síðustu síðustu landskönnun á mataræði Íslendinga frá árunum 2010-2011, fyrst og fremst hjá konum á barneignaraldri.

Mjög lítill hópur kvenna á barneignaraldri borðar tvær til þrjár fiskmáltíðir í viku, en aðeins 1% þáttakenda í hópi kvenna á barneignaraldri nær því.

Bætiefnin okkar innihalda joð

Bætiefnin okkar eru þróuð til að styðja þarfir kvenna á öllum lífsskeiðum og tekið mið af nýjustu gögnum um mataræði íslenskra kvenna. Gögnin sýna okkur að joð er meðal þeirra mikilvægu næringarefna sem konur fá ekki nóg af úr fæðunni. Joð er ekki bara mikilvægt konum á barneignaraldri heldur konum á öllum aldri. Joð (e. potassium iodide) er að finna í öllum pökkunum okkar.