Skip to content
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
Venja.isVenja.is
Tölum um Endó / Endómetríósa og mataræði

Tölum um Endó / Endómetríósa og mataræði

Endómetríósa er gríðarlega flókinn sjúkdómur sem hefur áhrif á um 10% kvenna. Verkjaköst geta staðið yfir í lengri tíma og fyrir sumar koma verkirnir þegar blæðingar standa yfir en margar upplifa stöðuga verki sama á hvaða stað í tíðahringnum. Meðalgreiningartími sjúkdómsins er um 10 ár.

Endómetríósa telst sem estrógen háður bólgusjúkdómur. Það þýðir að einkenni sjúkdómsins "ýfast upp" sé umframmagn estrógens til staðar í líkamanum. Endómetríósa einskorðar sig ekki við eitt líffæri heldur getur fundist um allan líkamann.

Birtingamynd sjúkdómsins getur verið mjög mismunandi sem flækir enn frekar greiningaferlið og meðferðarúrræði. Oftast er reynt að halda einkennum niðri með hormónum, verkjastillingu og aðgerð þar sem reynt er að hreinsa burt samgróninga og "núllstilla" ástandið. Oftar en ekki koma einkennin aftur eftir einhvern tíma.

Áhrif næringar á einkenni endó

Ekkert mataræði læknar endó en þó geta ýmsar breytingar á mataræði hjálpað sumum konum að halda einkennum niðri og ná þannig betri stjórn á sjúkdómnum. Sumar konur finna mun á einkennum með ákveðnu mataræði- og næringu, sumar finna minna, sumar finna alls engan mun.

Rannsóknir eru komnar stutt á veg með allt sem tengist endó og það á líka við um áhrif mataræðis-og næringar á einkenni sjúkdómsins og því þarf hver og einn að finna út hvað virkar best fyrir sig.

Hvernig mataræði?

Þar sem endó telst sem bólgusjúkdómur og virðist ýfast upp með auknu estrógeni getur mataræði og næring sem hefur "bólguminnkandi" áhrif, er ríkt af andoxunarefnum, trefjum og tiltölulega eða alveg laust við bólguaukandi fæðuflokka svo sem glúten, mjólkurvörur, sykur, kjöt og hveiti sýnt fram á jákvæð áhrif fyrir sumar.

Sýnt hefur verið fram á sterk tengsl milli fæðuóþols og meltingarvandamála og endó. Það er því mjög mikilvægt að skera úr um hvort að fæðuóþol eða meltingarfæravandamál séu til staðar svo sem IBS eða annarskonar fæðuóþol / ofnæmi.

Hvað með bætiefni?

Bólguminnkandi jurtir og ýmis næringarefni svo sem Kúrkúmin, L-Cysteine / NAC, Magnesíum, Omega-3, 5-MTHF fólat, Sink og Pycnogenol hafa verið rannsökuð í tengslum við áhrif á einkenni endómetríósu og sýnt fram á gagnsemi við einkennum Endó. Öll þessi næringarefni eru m.a. í bætiefnapakkanum Erupt.

Endó er gríðarlega flókinn sjúkdómur sem þarf margþætta meðferð við. Mataræði og næring getur gert gagn fyrir sumar. Það getur tekið tíma að upplifa hvort áhrif mataræðis og næringar sé að bera árangur.

Miklar blæðingar & umframmagn estrógens

Eitt af fjölmörgum einkennum sjúkdómsins eru miklar blæðingar. Blæðingar geta aukist þegar líkaminn á erfitt með að losa sig við estrógen. Ef estrógen hleðst upp í líkamanum, verður slímhúðin þykkari og því meiri verða blæðingarnar sem koma í kjölfarið. Þá getur myndast ástand sem er jafnan kallað "umframmagn estrógens" (e. estrogen excess) og getur ýtt undir einkenni endómetríósu.

Líkaminn losar sig við estrógen í gegnum lifur og svo í gegnum meltingarveg. Óþarfa álag á lifur og ýmis meltingarvandamál getur hægt á þessu ferli enn frekar. Það er ýmislegt sem hægt er að gera til að hjálpa þar til.

Meðferð og stuðningur á Íslandi

Á Íslandi er starfandi Endóteymi á Landsspítalanum og sem stendur eru aðgerðir vegna endómetríósu niðurgreiddar og því án endurgjalds fyrir sjúklinga. Þær eru framkvæmdar af Jóni Ívari Einarssyni á Klínikinni. Á heimasíðu Endósamtakanna má finna mikið magn upplýsinga og fræðslu um endómetríósu og einnig eru þar starfandi stuðningshópar og margvíslegir viðburðir tengdum endómetríósu og aðstandendum einstaklinga með endó. Á facebook er mjög virkur og öflugur stuðningshópur um Endó.