Skip to content
Venja.isVenja.is
Þekkir þú muninn á fólinsýru og fólati?

Þekkir þú muninn á fólinsýru og fólati?

 

Af hverju skiptir fólat máli?

Fólat (B9-vítamín) er eitt mikilvægasta næringarefnið fyrir konur á barneignaraldri og á meðgöngu. Það styður við myndun DNA, frumuskiptingu og vefjavöxt og gegnir lykilhlutverki í þroska miðtaugakerfis fósturs. Nægilegt magn fólats áður en getnaður á sér stað og áfram fyrstu vikur meðgöngunnar getur dregið úr líkum á alvarlegum fósturgöllum.

Hver er munurinn á fólati og fólínsýru?

  • Fólat er samheiti yfir náttúruleg og virk form B9-vítamínsins sem finnast í mat, t.d. í dökkgrænu grænmeti, baunum og hnetum. Í líkamanum umbreytist það yfir í virka formið 5-MTHF sem líkaminn nýtir beint.

  • Fólínsýra er tilbúið (synthetic) form af fólat sem hefur lengi verið notað í bætiefni og til að styrkja matvæli. Til að nýtast þarf fólínsýra að umbreytast í virka formið 5-MTHF. Hjá flestum gengur það vel, en hjá sumum getur umbreytingin verið óhagkvæmari.

Í stuttu máli: Fólínsýra er eins konar forstig sem þarf umbreytingu, en 5-MTHF (fólatið sem við í Venja notum) er virka formið sem líkaminn getur nýtt strax.

Opinberar ráðleggingar

Í dag tala opinberar ráðleggingar um að tryggja nægilegt magn fólats, hvort sem það kemur úr mat eða fæðubótarefnum. Í stórum lýðheilsurannsóknunum sem sýndu verndandi áhrif gegn taugapípugöllum var notuð fólínsýra, einfaldlega vegna þess að það var það form sem var aðgengilegt og notað í styrkingu unninna matvæla eins og morgunkorns og hveitis. Þess vegna byggja sterkustu sönnunargögnin á fólínsýru.

Það sem skiptir mestu máli er þó að tryggja nægilegt magn fólats, og mismunandi form bætiefna geta verið leið að því markmiði.

Munurinn á fólínsýru og 5-MTHF

  • Fólínsýra er tilbúið form fólats sem líkaminn þarf að umbreyta áður en það verður virkt. Hjá flestum gengur það vel, en hjá sumum gengur það síður, meðal annars vegna algengra erfðabreytileika (MTHFR). Fólinsýra er mjög stöðug sameind sem er ein helsta ástæðan fyrir að það form er notað í unnin matvæli. Hún þolir vel hita, ljós og geymslu.

  • 5-MTHF (Quatrefolic®) er virka formið sem líkaminn nýtir beint, án þess að þurfa umbreytingu. Það er sama form og líkaminn myndar sjálfur úr fólatríkum mat. Þessi tegund 5-MTHF Quatrefolic® fólats voru þróuð til að auka stöðugleika og vatnsleysni. EFSA (2013) og FDA hafa báðar metið Quatrefolic sem öruggt og stöðugt form fólats til notkunar í fæðubótarefnum.

  • EFSA 2022 metur bæði fólínsýru og 5-MTHF sem uppsprettur fólats sem má umbreyta í Dietary Folate Equivalents (DFE). Þar kemur fram að 5-MTHF er að minnsta kosti jafngilt fólínsýru hvað varðar hækkun á fólathlutföllum í blóði – og stundum meira, sérstaklega við ≥400 µg á dag.

  • Nokkrar rannsóknir (t.d. Pietrzik et al., 2010, Clin Pharmacokinet) sýna að 5-MTHF hækkar fólathlutföll í plasma áreiðanlega og getur veitt stöðugri blóðgildi en fólínsýra hjá sumum einstaklingum.

  • Engin gögn benda til þess að konur sem taka 5-MTHF fólat nái ekki nægum fólathlutföllum til að tryggja öryggi fósturs. 

 

Af hverju veljum við 5-MTHF  fólat í Venja?

Okkur er umhugað að þú fáir fólat í formi sem líkaminn getur nýtt strax, óháð því hvort umbreyting fólínsýru virkar fullkomlega eða ekki. Þess vegna veljum við Quatrefolic®, fjórðu kynslóðar form 5-MTHF sem hefur verið samþykkt af bæði EFSA og FDA sem örugg og lífvirk (bioavailable) uppspretta fólats.

Við teljum að þetta sé hágæða og áreiðanlegt form sem:

  • Tryggir stöðuga nýtingu hjá öllum
  • Sleppir óvissunni sem fylgir umbreytingu fólínsýru
  • Er sambærilegt því formi fólats sem finnst í mat
  • Mataræði fyrst – en bætiefni skipta líka máli

Fólatríkt mataræði er alltaf mikilvægast – dökkgrænt grænmeti, baunir, hnetur, ávextir og heilkorn eru góðar uppsprettur. En rannsóknir á mataræði íslenskra kvenna sýna að flestar fá ekki nægilegt magn fólats úr mat einum saman. Á meðgöngu eykst þörf á fólati umtalsvert og þá er mælt með að konur taki inn fólat í formi bætiefna til að tryggja að líkaminn hafi nóg af þessu lykilnæringarefni en fólat er nauðsynlegt á meðgöngu og á barneignaraldri. 

Opinberar ráðleggingar tala í dag um að tryggja nægilegt magn fólats, hvort sem það kemur úr mat eða fæðubótarefnum. Rannsóknir á forvörnum gegn taugapípugöllum byggja á fólínsýru, en EFSA hefur einnig samþykkt 5-MTHF sem öruggt og lífvirkt form fólats sem stuðlar að sömu blóðgildum. Því er lykilatriðið að tryggja nægt magn fólats, óháð því hvaða form er notað. Við í Venja veljum 5-MTHF (Quatrefolic®) því það er virka formið sem líkaminn nýtir beint, og þannig viljum við tryggja að allir fái fólat á einfaldan og áreiðanlegan hátt.

Heimildir