Skip to content
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
Venja.isVenja.is
Kynlöngun á breytingaskeiði og eftir tíðalok

Kynlöngun á breytingaskeiði og eftir tíðalok

Kynlöngun á breytingaskeiði og eftir tíðahvörf

Á breytingaskeiðinu upplifa margar konur og leghafar breytingu á kynlöngun og líðan, m.a. hitakóf, nætursvita, svefnraskanir og breytingar í skapi sem getur haft áhrif á kynlöngun. Á þessum lífsskeiðum er mikilvægt að gefa sér rými í að hlúa vel að sér til þess að auka líkamlega og andlega vellíðan. Ef þú átt maka eða stundar kynlíf með öðrum er mikilvægt að tjá hvernig þér líður og hver vilji þinn er þegar það kemur að kynlífi. Nánd, sjálfsfróun, samfarir og annars konar kynferðislegur unaður kemur gleðihormónum okkar af stað og eykur þar með hamingju og því er ánægjulegt að hlúa að þeim þætti á þessum lífsskeiðum.

Með lækkandi gildi testósteróns og estrógens á breytingaskeiðinu og eftir tíðahvörf geta komið ýmis óþægindi í leggöngunum og þvagrásinni. Slímhúð kynfæranna þynnist og verður minna verndandi sem getur aukið líkur á þvagfærasýkingum og ýmis óþægindi eins og þurrki, kláða, sviða eða eymsl sem myndast í leggöngum eða við leggangaopið. Þess vegna geta samfarir eða innsetning með kynlífstækjum og sjálfsfróun orðið óþægileg. Að auki getur tekið lengri tíma að verða kynferðislega örvuð og að fá fullnægingu. Gefðu þér tíma, kynlíf með sjálfri þér eða öðrum snýst ekki um hraða heldur að njóta stundarinnar sem mun með tímanum auka unað þinn og kynferðislega ánægju. Ef þú ert að upplifa einhver óþægindi eða sársauka er mikilvægt að stoppa strax. 

Sleipiefni geta komið í stað slímhúðarinnar sem þú ert að framleiða minna af og getur verið sérstaklega góð leið til þess minnka núning og óþægindi í kynlífi með öðrum, sjálfsfróun og með kynlífstækjum. Gott er að prufa ýmis konar sleipiefni til þess að finna þá áferð sem þornar ekki fljótt, verður ekki klístruð og lætur þig líða vel. Þú þekkir þinn líkama best. Gæða sleipiefni fást t.d. í kynlíftækjaverslunum þar sem starfsfólk getur gefið góð meðmæli um hvað sé hentugast að nota á breytingaskeiðinu og eftir tíðahvörf. Stundum bjóða þau upp á prufur af mismunandi sleipiefnum eða minni stærðum svo þú getur prufað þig áfram í að finna hvað þér finnst auka þína kynferðislega ánægju. Sleipiefni eru ýmist borin á alla vulvuna (ytri hluti kynfæris) og inn í leggöngin, þau eru líka dásamlegar nuddolíur fyrir önnur kynnæm svæði líkamans. Notaðu eins mikið og þú vilt. 

Hægt er að nota sleipiefni með vatns-, olíu eða sílikon grunni.


Vatnssleipiefni fer fljótar inn í húðina og þornar því fyrr en aðrar tegundir sleipiefna og því er gott að bæta oftar á. Vatnssleipiefni má nota með kynlífstækjum, og má á nota með smokkum.

Olíusleipiefni endist lengur og er góð sem nuddolía fyrir önnur kynnæm svæði líkamans. Olíuslepiefni má nota með flestum kynlífstækjum, en má ekki nota með smokkum því þeir geta rifnað.

Sílikonsleipiefni endist lengur og eru góð þegar kynfærasvæðið er viðkvæmt. Sílikonsleipiefni má nota með kynlífstækjum nema þeim sem eru með sílikon húð, en má nota með smokkum. 

Í apótekum er einnig hægt að fá án lyfseðils rakagefandi efni sem halda betur raka í leggöngunum. Ef þú ert að upplifa mikinn leggangaþurrk og sársauka er hægt að leita aðstoðar hjá heilbrigðisstarfsfólki. 


Gangi þér vel og gleðilegan unað. 

Rósa María | Bodysex leiðbeinandi með áherslu á sjálfsást & unað | https://www.instagram.com/orgasmicselflove/

-Mynd: Stacey Elara