Skip to content
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
Venja.isVenja.is
🌱 Nýjar norrænar næringarráðleggingar

🌱 Nýjar norrænar næringarráðleggingar

Sumarið 2023 voru kynntar til leiks nýjar Norrænar næringarráðleggingar sem er jafnframt umfangsmesta uppfærsla á næringarráðleggingum til þessa frá því þær komu fyrst út fyrir 40 árum. Í kjölfarið uppfærðum við innihald fjölvítamína í pökkunum okkar í takt við þessa miklu uppfærslu. 

Frá síðast útgefnu ráðleggingum NNR 2012 hafa orðið þónokkrar breytingar á ráðlögðum dagskömmtum. Fyrir konur á aldrinum 25-50 ára hefur ráðlagður eftirfarandi næringarefni verið hækkaður: E-vítamín, B2-vítamín, fólat, B12-vítamín, C-vítamín, kalk, magnesíum, sink, seleníum. Einnig hefur nú verið skilgreindur ráðlagður dagskammtur fyrir næringarefni sem áður var óskilgreint s.s. K-vítamín, kólín, bíótín og B5-vítamín. Ný næringarefni koma nú við sögu; E-vítamín, B2- vítamín, B-5 vítamín, kopar og seleníum og magn af öðrum hefur verið uppfært til að nefna nokkur. Þar kemur jafnframt fram að niðurstöður rannsókna benda til að fyrir heilbrigða einstaklinga sem sjá lítið sólarljós sé 1000 IU eða 25 mcg af D-vítamín daglega hæfilegur skammtur til að viðhalda eðlilegu magni D-vítamíns í blóði.


Nálgunin okkar byggir á nýjustu gögnum um mataræði, ráðlagða dagskammta og opinberar ráðlegginar. Af því leiðir að við erum með ólík fjölvítamín fyrir ólík lífsskeið og innihald getur tekið breytingum eftir því sem ný gögn eru birt.

Það skiptir okkur máli að Venja innihaldi þau næringarefni sem þú raunverulega þarft á að halda og færð ekki endilega svo auðveldlega úr fæðunni eða eru af öðrum ástæðum mikilvæg fyrir tiltekið lífsskeið. Kvenlíkaminn krefst þess af okkur að við tryggjum honum nægt magn af öllum mikilvægum næringarefnum til að viðhalda jafnvægi og heilsu.

Skoða skýrslu NNR hér