Um nálgunina

Nálgunin okkar er einföld og skýr. Við viljum færa konum hágæða bætiefni sem miðast við að styðja þarfir þeirra á ólíkum lífsskeiðum. Við þekkjum að eigin raun hvað kvenlíkaminn getur verið flókinn og margslunginn. Næringarþörf kvenna tekur breytingum í takt við flókna hormónastarfsemi og því þróuðum við Venju til að svara kalli kvenna um bætiefni sem taka mið af þörfum þeirra. Við viljum einfalda líf kvenna svo þær þurfa ekki að giska á hvaða bætiefni þær þurfi né hafa fulla skápa af bætiefnum sem svo enda kannski í ruslinu.

Við viljum sporna við ofneyslu bætiefna, sem er því miður allt of algengt sérstaklega meðal kvenna. Við skiljum mjög vel afhverju, því konur eru sífellt leytandi lausna fyrir eigin heilsu. Bætiefnamarkaðurinn er hannaður til að vera flókinn, hann er treystir á tískubylgjur og er drifinn á fram af tilboðum og misvísandi skilaboðum. Við viljum að konur verji tíma sínum í eitthvað allt annað en að stúdera bætiefni og að skápar þeirra séu fullir af óþarfa bætiefnum.

Matur kemur alltaf fyrst og það er mjög mikilvægt að fá sem mest af næringarefnum úr mat. En við vitum að það getur verið krefjandi að tryggja öll nauðsynleg næringarefni úr fæðunni, sértaklega fyrir konur. Við tökum til greina gögn um mataræði íslenskra kvenna og því innihalda bætiefnin okkar næringarefni svo sem joð, fólat og járn eftir þörfum, sem gögnin sýna okkur að konur fá ekki nóg af úr fæðunni. 

Þú getur lesið meira um það hér: Gæði bætiefna eru misjöfn