HORMÓNAVANDAMÁL
Hormónin estrógen og prógesterón vinna saman að því að viðhalda fíngerðu jafnvægi sem er lykilatriði fyrir heilsu og vellíðan. Þessi hormón gegna ólíkum en samtvinnuðum hlutverkum og hafa mótvægisáhrif við hvort annað. Þegar þetta jafnvægi raskast geta komið fram ýmis einkenni sem hafa áhrif á líkamlega og andlega heilsu. Reglulegur tíðahringur er grundvallaratriði, þar sem hann tengist öllum kerfum kvenlíkamans og getur haft áhrif á allt frá orku og svefni til skaps og almennt jafnvægis. Þetta flókna og hárfína ferli kallar á nauðsynleg næringarefni, gæðasvefn og stjórn á streitu til að viðhalda jafnvægi.
Vítamínpakkarnir okkar eru sérstaklega hannaðir til að styðja við hormónajafnvægi og innihalda öll mikilvægu næringarefnin sem líkaminn þarfnast á hverju lífsskeiði, hvort sem þú ert að kljást við hormónatengd einkenni eða einungis vilt viðhalda góðri heilsu og jafnvægi.
Hvaða pakki hentar þér?
Finndu vítamín pakka sem hentar þínum þörfum eða lífsskeiði
Vítamínpakkarnir okkar eru þróaðir frá grunni til að styðja ólíkar þarfir kvenna á mismunandi lífsskeiðum. Hver pakki er mánaðarskammtur og inniheldur 30 dagpakka, einn pakki fyrir hvern dag sem tryggir þér öll mikilvægu næringarefnin án fyrirhafnar.
- Notaðu síurnar (e. filters) til að hjálpa þér að finna rétta pakkann fyrir þig og hentar þínu lífsskeiði, þörfum eða markmiði.
- Smelltu á spurningaprófið til að finna hvaða pakki hentar þér best.
Þú finnur strax muninn
Hvert næringarefni í bætiefnin okkar er valið af kostgæfni, þannig að líkaminn þekkir og nýtir næringarefnið vel og örugglega.
Í Venju notum við svokölluð bio-available form af vítamínum þegar þess er kostur sem eru mun dýrari en kemísku vítamínin sem langflestir nota í sínar vörur.
Bio-available þýðir að vítamínin eru “virk” og líkaminn getur strax nýtt þau á rétta staði án þess að þurfa kosta til orku eða fara af stað í umbreytingaferli svo hægt sé að nýta næringuna.
Þess vegna finna konur strax mun á sér eftir að taka Venju.