10 góð ráð til þín elsku mamma, brjóstagjafaútgáfa
Helga Reynisdóttir ljósmóðir, brjóstagjafaráðjgjafi, eigandi Ljosa.is og Ljosmodirin.is tók saman 10 góð ráð fyrir konur með barn á brjósti. Helga heldur úti einum vinsælasta instagram reikningi landsins tileinkuðum meðgöngu og fæðingafræðslu þar sem hún deilir ráðum og upplýsingum til verðandi foreldra og vefnum Ljosmodirin.is. Einnig reka Helga og Hildur Sólveig ljósmóðir, saman fyrirtækið Ljosa.is en þær bjóða upp á fjölbreytta þjónustu fyrir verðandi foreldra s.s sónar, fæðinganámskeið og fleira.
10 góð ráð
- Ekki kaupa neitt fyrir brjóstagjöfina! Flestar konur komast af án krema, hjálparáhalda og pumpa. Það er ágætt að eiga fjölnota lekahlífar. Ef eitthvað vantar er yfirleitt mjög auðvelt að nálgast það.
- Fyrstu vikurnar eru erfiðastar, þetta verður auðveldara þegar líður á, ég lofa. Það getur verið gott að ræða markmiðin þín í brjóstagjöfinni við þitt nánasta fólk en stuðningur þeirra er mikilvægur hluti þess að hjálpa ykkur. Reyndu að hvíla þig eins oft og þú þarf, daglúrar eru fyrir börn og foreldra
- Brjóstagjöf er allskonar, hlustaðu á mömmuhjartað þitt og innsæi og sæktu aðstoð brjóstagjafaráðgjafa ef þetta er ekki að ganga vel. Ekki taka ráðum frá hverjum sem er, hlustaðu á fagfólk.
- Hafðu barnið þitt mikið húð við húð, sérstaklega fyrstu dagana. Hækkaðu á ofnunum hafði barnið á bleyjunni og free the nipple! Nágrannarnir verða bara að lifa með þessu 😅 Fyrsta svarið við öllum brjóstagjafa vanda er yfirleitt húð við húð við mömmu sína.
- Ekki horfa á klukkuna, horfðu á barnið. Þekktu merki þess þegar barnið er svangt og bregstu snemma við, þú mögulega sparar þér dramakast hjá barninu.*Á ekki við um léttbura, fyrirbura, börn sem eru að léttast eða börn með gulu
- Fyrir brjóstagjöf er mjög gagnlegt að kunna að handmjólka sig en fyrstu dagana er snilld að handmjólka brodd eftir gjöf og gefa í “desert”. Sæktu þér fræðslu.
- Sýndu þér mildi en það þarf oft seiglu til að komast í gengum þessa fyrstu daga.
- Eigðu fallegan brúsa og hafðu hana við höndina. Í brjóstagjöfinni kynnist maður þurrki sem er til jafns á við Sahara eyðimörkina því er mikilvægt að drekka vel.
- Fylltu frystinn af góðri orku og gættu að næringunni. Það er svo mikilvægt að passa sig að borða og hafa góða orku í daginn. Frosin Croissant og lasagne hefur aldrei bragðast betur!
- Hafðu trú á líkamanum þínum, hann bjó til þetta fallega barn og heldur áfram að sjá því fyrir næringu. Útskilnaður er besta leiðin til að sjá hvort barnið er að fá nóg en ef þú ert í vafa má alltaf biðja um auka vigtun.