Venja x Dropp

Við höfum samið við Dropp um að taka alfarið yfir dreifingar á vörunum okkar, þar á meðal á heimsendingum.  Í kjölfarið munu eiga sér stað breytingar á gjaldi fyrir heimsendingar sem tekur gildi frá og með 1. mars nk. 

Okkar markmið er að koma Venju til ykkar á eins öruggan og skjótan hátt og kostur er. Með þessu skrefi náum við að tryggja enn betra þjónustustig og áræðanleika í dreifingu á Venju til ykkar og einfalda um leið ferlið. 

Eftirfarandi verðbreytingar á dreifingum munu taka gildi frá og með 1. mars nk. 

  • Heimsending á Venju í áskrift verður 490 kr. (tekur gildi 1.mars)
  • Sækja á afhendingastað Dropp: 0 kr. Óbreytt
  • Dreifingar á landsbyggð sem ekki hafa Dropp afhendingastað: 490. kr. Óbreytt

 Samhliða þessum breytingum erum við að vinna í uppfærslu á kerfinu okkar sem gerir viðskiptavinum okkar kleift að breyta um sendingarmáta sjálf á Mínum síðum. Um leið og sú uppfærsla er komin í gagnið munum við tilkynna það. 

Með kveðju frá Venju