VELDU GÆÐI
Góðgerlar eru viðkvæmt hráefni og skiptir val á hráefni og framleiðsluferlið miklu máli til þess að tryggja gæði og virkni vörunnar. Varan okkar er framleidd af framleiðanda sem að sérhæfir sig í framleiðslu á vörum sem innihalda góðgerla og þannig hvernig á að meðhöndla hráefnið þannig að gerlarnir haldist lifandi og komist í gegnum magasýru.
Við framleiðslu inniheldur varan 10 milljarða lifandi góðgerla í dagskammti en þar sem um lifandi góðgerla er að ræða getur styrkur minnkað yfir líftíma vörunnar og tryggir varan að undir lok 18 mánaða líftíma vörunnar innihaldi hver dagskammtur yfir 5 milljarða lifandi góðgerla í dagskammti.
Ólíkir stofnar góðgerla hafa mismunandi eiginleika og virkni í líkamanum og því inniheldur varan 14 sérvalda góðgerlastofna til þess að styðja sem best við þarfir kvenna.