Um vörurnar

Þarf ég að taka eitthvað aukalega með pakkanum mínum?

Bætiefnin okkar eru hönnuð með þarfir kvenna á ákveðnum lífsskeiðum í huga og við tökum einnig til greina gögn um mataræði. Þannig getum við tryggt að konur á ákveðnum lífsskeiðum og tímabilum séu örugglega að fá það sem þær þurfa og það sem líklegt er að þær fái ekki nóg úr fæðunni. 

Hugmyndafræðin okkar er að einfalda líf hvenna og því inniheldur hver pakki öll mikilvægu næringarefnin sem konur þurfi hverju sinni í handhægum umbúðum sem ýta undir reglubundna inntöku. 

Konur eiga ekki að þurfa að taka neitt aukalega, nema af læknisráði. Á hverri vörusíðu er hægt að sjá ítarlegt næringarinnihald hvers pakka.