Skilmálar um notkun Gjafa- og afsláttakóða

Skilmálar afsláttakóða

Notkun BLACKFRIDAY 25% afsláttarkóða. *Tilboð þetta gildir til miðnættis 2. desember 2024 af nýjum áskriftum sem stofnaðar eru á tímabilnu sem kóðinn er virkur og aðeins ef afsláttarkóði er virkjaður í kaupferli. Afsláttur reiknast af fyrstu gjaldfærslu af öllum vörum körfu. 

Til að virkja kóða þarf að fara í gegnum hefðbundið kaupferli á vefsíðunni www.venja.is, velja vörur og virkja kóðann í lok kaupferlis. Mikilvægt er að nota stóra stafi (BLACKFRIDAY), en afsláttarkóðinn virkar ekki séu notaðir litlir stafir. 

Ekki hægt að virkja afslátt á kaupum gerð fyrir eða eftir það tímabil sem þessi kóði er gildur. Hægt er að velja fleiri en eina vöru í körfu og reiknast þá afsláttarkjörin af þeim vörum sem valdar eru í körfu. 

Ertu þegar í áskrift? Bættu nýrri vöru við áskriftina þína í kaupferli hér á síðunni og nýttu 25% afsláttarkóðann. Ekki er hægt að virkja afsláttarkóða við virka áskrift.

Er áskriftin þín í hlé og vilt byrja aftur? Hægt er að nota afsláttarkóðann ef valið er að virkja áskrift á mínum síðum sem er skráð í hlé. Þá skráir þú þig inn á mínar síður, velur vöru og slærð inn kóðann, sjá mynd: 

 

 

Stundum bjóðum við upp á gjafa- og afsláttakóða (hér eftir nefndir afsláttakóðar) sem hægt er að innleysa til kaupa á vörum sem bjóðast á vefsíðunni okkar, með fyrirvara um fyrningardagsetningu (afsláttakóðar hafa ákveðinn gildistíma), lágmarksinnkaupapöntun (til að nýta afsláttakóða þarf pöntun að vera að lágmarki fyrir ákveðna upphæð), vöruútilokanir (að afsláttakóði gæti útilokað ákveðnar vörur en verið virkur á ákveðnum vörum) og hvers kyns takmarkanir sem kunna að vera ákvarðaðar og miðlað að okkur að eigin vild.

Afsláttakóða má aðeins nota einu sinni á mann. Aðeins gildir afsláttakóðar í boði hjá okkur eru teknir gildir.

Veljir þú að nota afsláttakóða frá okkur samþykkir þú um leið að afsláttakóði:

  • Verði notaður í tilætluðum markhópi og tilgangi og á löglegan hátt.
  • Megi ekki afrita, selja eða flytja á nokkurn hátt, eða gera hann aðgengilegan almenningi (hvort sem það er á opinberum vettvangi eða með öðrum hætti), nema það sé sérstaklega heimilað af okkur.
  • Geti orðið óvirkur af okkur hvenær sem er af hvaða ástæðu sem er án ábyrgðar gagnvart okkur.
  • Má aðeins nota í samræmi við tiltekna skilmála sem við setjum fyrir slíkan afsláttakóða.
  • Er ekki hægt að innleysa afsláttakóða fyrir reiðufé
  • Gæti runnið út áður en náð er að innleysa kóðann
  • Kynningarkóðar eru ógildir ef þeir eru afritaðir, fluttir, seldir, skipt eða útrunnir.

Skilmálar þessir gilda frá og með 1. nóvember 2023.