RISE næringarþörf

Konur sem hafa tíðablæðingar hafa aukna þörf fyrir járn. Rannsóknir á mataræði Íslendinga sýna að konur á þessum aldri fá að jafnaði aðeins tæpega 60% af ráðlögðum dagskammt úr fæðu og engin kona á þessum aldri náði ráðlögðum dagskammt af járni. Rise inniheldur járn á forminu iron bisglycinate sem hefur hámarksupptöku og fer vel í magann. 

Við getnað eykst þörf fyrir ákveðin næringarefni svo sem fólat og joð. Íslenskar konur á barneignaraldri ná ekki ráðlögðum dagskammt af hvorugu þessu næringarefni úr fæðunni einni saman. Þessi næringarefni eru gríðarlega mikilvæg strax við getnað og því mikilvægt að tryggja þau í nægilegu magni áður en getnaður á sér stað. Rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl lítillar inntöku fólats fyrir þungun og á fyrstu vikum meðgöngu og hættu á alvarlegum skaða í miðtaugakerfi fóstursins. Þar sem þungun getur átt sér stað óvænt mælir landlæknir með að allar konur sem geta orðið barnshafandi taki inn fólat í formi bætiefna daglega. Flest fjölvítamín fyrir konur innihalda fólat á forminu fólínsýru en það er kemíska formið af næringarefninu. Sumar konur eiga erfitt með að nýta það form og því notum við methyl fólat sem tryggir líkamanum hámarksupptöku. 

Önnur næringarefni sem konur á þessu lífsskeiði fá ekki nóg úr fæðu eru D-vítamín, E-vítamín, B2- og B5- vítamín, C-vítamín, magnesium og selen. 

Margar konur nota hormónagetnaðarvarnir sem geta gengið á mikilvæg næringarefni s.s. B6-vítamín, B-12 vítamín og fólat. 

Konur sem borða lítið af dýraafurðum eru líklegri til þess að innbyrða minna af B12-vítamíni, joði og járni úr fæðu.