Upplýsingar um mínar síður
- Þú skráir þig inn á mínar síður með símanúmerinu þínu
Stjórnborð
Þegar þú hefur skráð þig inn sérð þú yfirlit yfir næstu afhendingar - sem eru þær sendingar sem þú átt von á næst
- Til að breyta afhendingardegi næstu sendingar smellir þú á dagsetninguna og velur dag sem hentar þér
- Til að breyta afhendingaleið t.d. úr heimsendingu og yfir í Dropp stað, smellir þú á afhendingaleið > velur Dropp stað > Velur hvort þú viljir þennan stað til framtíðar eða bara næstu sendingu > Smellir á staðfesta.
- Viltu bæta við vörum aðeins í næstu afhendingu? > Smelltu á Breyta afhendingu > Breyttu fjölda eða Bæta við vöru > eða Breyta vöru > Vista körfu
- Svona getur þú auðveldlega bætt fleiri vörum í körfuna og fengið sent með næstu sendingu.
- Viltu breyta áskriftinni þinni? Til að breyta áskriftinni til frambúðar, t.d. breyta yfir í annan pakka, smelltu þá á Þínar áskriftir > Breyta áskriftarstillingu > Breyta vöru > Sjá allar vörur > Vista körfu
Kaupsaga
Kaupsaga er yfirlit yfir allar pantanir þínar sem hafa verið afhentar.
Uppfæra upplýsingar
Smelltu á Um þig til að uppfæra upplýsingar um þig, svo sem nafn, heimilsfang og símanúmer. Þú getur einnig uppfært greiðslukortanúmer á þessu svæði með öruggum hætti og eytt út eldri kortanúmerum sem eru ekki lengur virk.
Farðu vel yfir upplýsingarnar sem þú skráir inn svo sem símanúmer og netfang og passaðu að þær séu réttar. Við mælum með að þú notir þitt persónulega netfang í stað vinnunetfangs til að tryggja að upplýsingar um áskriftina þína komist alltaf til skila.