Support er þín daglega vítamínrútína. Pakkinn inniheldur sérstaklega samsett bætiefni sem eru þróuð frá grunni til að styðja þarfir kvenna í barneignarhugleiðingum.
Konur sem eru í barneignarhugleiðingum og vilja aukinn stuðning, m.a. konur með óreglulegar blæðingar, langan tíðahring, PCOS, endómetríósu, egglosvandamál, glasafrjóvgun, konur 35 ára og eldri.
HVAÐ ER Í PAKKANUM MÍNUM?
Support er þín daglega vítamínrútína. Pakkinn inniheldur sérstaklega samsett bætiefni sem eru þróuð frá grunni til að styðja þarfir kvenna í barneignarhugleiðingum.
Hver dagpakki innheldur 7 hylki: 1x core essential fjölvítamín, 1x vegan omega 3, 2x magnesium bisglycinate, 3x myo- and d-chiro inositol 40:1 with Co-Q10.
- Core essential fjölvítamínið er sérþróað til að styðja næringarþörf kvenna á þessu lífsskeiði og inniheldur vandlega valin næringarefni í réttu magni og á réttu formi sem líkaminn nýtir best. Inniheldur m.a. 400 mcg fólat á formi sem veitir hámarksupptöku. Inniheldur einnig m.a. öflugan styrk B6-vítamín sem stuðlar að því að halda reglu á hormónastarfsemi og sink sem stuðlar að eðlilegri frjósemi og æxlun.
- Omega-3 úr algae. Inniheldur æskileg hlutföll DHA/EPA (2:1). Inntaka móður á DHA stuðlar að eðlilegum þroska heila og augna hjá fóstrum.
- Magnesium bisglycinate er magnesíum bundið við amínósýruna glycine og hefur frábæra upptöku í líkamanum. Magnesíum er þekkt fyrir jákvæð áhrif á svefngæði og slökun. Glycine aminósýran er talin hafa jákvæð áhrif á svefn og blóðsykurstjórnun.
- Myo- and D-Chiro-Inositol 40:1 er blanda tveggja tegunda af inositol í einstöku hlutfalli 40:1 en það er það hlutfall sem er hvað mest rannsakað til þess að koma reglu á egglos hjá konum með PCOS. Rannsóknir á inositol benda til jákvæðra áhrifa á egglos hjá konum með PCOS, konum með endómetríósu, konum í glasafrjóvgunarferli en líka konum sem ekki eru með þessi vandamál.
- CoQ10: Egglos er gríðarlega orkufrekt ferli. CoQ10 er næringarefni sem gegnir mikilvægu hlutverki í orkumyndun í öllum frumum og innihalda eggfrumur hlutfallslega hátt magn af CoQ10. Eftir því sem konur eldast þá minnkar framleiðsla líkamans á CoQ10.
- Selen (e. selenium) er mikilvægt andoxunarefni og stuðlar að eðlilegri starfsemi skjaldkirtils. Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum á inntöku selen og frjósemi og þá sérstaklega hjá konum með PCOS.