Hvað er í pakkanum? gurls got gut

HVAÐ ER SYNBIOTICS?

Í líkamanum finnast samansafn örvera (e. microbiome), meðal annars góðra og slæmra baktería. Góðar bakteríur hjálpa til við meltingu, verja líkamann gegn skaðlegum sýklum, og styðja ónæmiskerfið. Ýmsir þættir geta valdið því að jafnvægi góðra og slæmra baktería raskast svo sem óæskilegt mataræði, streita og sýklalyf og getur ójafnvægið leitt til meltingarvandamála, veikara ónæmiskerfis og efnaskiptavandamála.

Fyrir konur eru þessar överur (e. microbiome) ekki bara mikilvægar í þörmunum heldur líka leggöngunum, en ójafnvægi í leggöngnunum getur leitt til sveppa- og bakteríusýkinga. Hjá konum geta hormónasveiflur, blæðingar og meðganga raskað þessu jafnvægi og aukið líkur á sýkingum.

Áhugi og rannsóknir á þessu sviði hefur aldrei verið meiri og niðurstöður rannsókna benda til þess að þetta örverujafnvægi spili inn í ýmiskonar heilsufarsvandamál.

Góðgerlar (e. probiotics) eru lifandi gerlar sem stuðla að því að auka góðar bakteríur og hjálpa þannig til við að viðhalda jafnvægi góðra og slæmra baktería.

Forgerlar (e. prebiotics) eru trefjar sem að næra og auka vöxt góðra baktería.

Synbiotics er þegar vara samanstendur af bæði forgerlum og góðgerlum og vísar þannig í samverkandi áhrif þeirra til þess að vinna saman að því að auka vöxt og virkni góðra baktería sem finnast í þörmum og leggöngum. Samverkandi pörun þeirra eykur virkni góðgerlanna með því að veita þeim þá næringu sem þurfa til þess að þrífast og fjölga sér.