Á fyrsta þriðjungi meðgöngu rísa gildi estrógens og prógesteróns jafnt og þétt. Þegar meðganga hefur náð 20 vikum taka þau kipp og rísa dramatískt til þess að styðja við frekari vöxt fóstursins. Gildi þeirra ná hápunkti undir lok meðgöngu og eru þá gildi estrógens um 6-falt hærri en áður en konan varð barnshafandi. Þessi mikla aukning á estrógen og prógesterón á tímabilinu getur haft í för með sér ýmis óþægindi á borð við bjúg, brjóstsviða, hægðatregðu og skapsveiflur.
Strax eftir fæðingu taka hormónin mikla dýfu og haldast í algjöru lágmarki, líkt og hjá konu sem hefur farið í gegnum tíðalok (e. menopause). Að finna fyrir andlegri lægð er óhjákvæmileg afleiðing þessa miklu hormónadýfu og fyrir sumar verður þessi lægð að fæðingarþunglyndi. Hárlos, svefnleysi og leggangaþurrkur