
ekkert venjulegt badminton kvöld 🏸💗
Kvöld sem snýst um að þú takir frá tíma fyrir þig, hittir vinkonurnar og þið eigið góða stund saman!
📅 Hvenær: 6. september
📍 Staður: TBR, kl. 19:00–21:00
- Badminton kennsla, góð tónlist & frábær stemning
- Spilað verður í hollum - 4 saman í liði
- Léttar veitingar & drykkir á staðnum
- Lukkupottur og vinningar
- DJ sem heldur uppi fjörinu
Þetta er frír viðburður í boði Venju. Eina sem þú þarft að gera er að skrá þig og mæta í þínu besta stuði. Hver og ein þarf að skrá sig sjálf. Takmarkað pláss, svo ekki bíða!
Algengar spurningar
Hvernig virka liðin?
Þetta er ekki formlegt mót, kvöldið snýst fyrst og fremst um að mæta og hafa gaman!
- Við mælum með að þær sem eru skráðar reyni að raða sér 4 saman í lið fyrir viðburðinn.
- Á staðnum verður hægt að skrá liðið sitt á miða.
- Ef þú mætir ein eða eruð færri en fjórar, þá hjálpum við til með að fylla upp í lið.
- Mikilvægt: Allir sem ætla að mæta þurfa að skrá sig sjálfar.
Þarf ég að vera í áskrift til að skrá mig?
Áskriftarkonur fengu forskráningu, en viðburðurinn er fyrir alla 💗
Hvernig hætti ég við?
Þú getur afskráð þig með því að hafa senda okkur póst á venja@venja.is. Mikilvægt er að láta vita sem fyrst þar sem plássin eru takmörkuð. Þannig getum við boðið einhverjum öðrum plássið í tæka tíð.
Hvernig virkar biðlistinn?
Ef þú skráir þig og það er fullt þá ferðu á biðlista. Ef þú kemst af biðlistanum færð þú tölvupóst sem staðfestir að þú hafir verið tekin af biðlistanum.