Support

11.238 kr. / á mánuði í áskrift
Black Friday
11.238 kr. / á mánuði í áskrift
Black Friday
Einkenni PCOS
Aukinn stuðningur v/getnað
Óreglulegur tíðahringur

Dagleg vítamínrútína fyrir konur með PCOS eða þurfa aukinn stuðning fyrir getnað

Support er hannaður fyrir konur sem vilja styðja hormónajafnvægi, hvort sem þær glíma við PCOS, óreglulegan tíðahring, insúlínviðnám eða egglosvanda.

  • Þróaður út frá rannsóknum á PCOS og næringarþörfum kvenna.
  • Styður skjaldkirtil, blóðsykur og hormónajafnvægi.
  • Inniheldur m.a. Myo- og D-Chiro-Inositol (40:1) til að styðja egglos, efnaskipti og reglulegan tíðahring, ásamt CoQ10 sem styður orkuframleiðslu og gæði eggja.

25% afslátt af 2x mánuðum í áskrift* Gildir aðeins af nýskráningum.

BLACKFRIDAY25
BLACK FRIDAY BLACK FRIDAY BLACK FRIDAY BLACK FRIDAY BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY BLACK FRIDAY BLACK FRIDAY BLACK FRIDAY BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY BLACK FRIDAY BLACK FRIDAY BLACK FRIDAY BLACK FRIDAY
Konur mæla með

Snilld! ⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️ "Þessi vara er vægast sagt snilld! Það tók mig aðeins tvo tíðahringi að verða regluleg eins og klukka eftir óreglulegar blæðingar í ansi langan tíma. Umbúðirnar eru mjög þægilegar og gera það að verkum að hægt er að taka vítamín hvar og hvenær sem er. Mæli heilshugar með fyrir allar sem vilja einfalda sér lífið!"

/ Bryndís

Glasafrjóvgun ⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️ "Eftir 5 umferðir af glasafrjóvgun ákvað ég að skipta yfir í Venju vítamínin til að "reyna allt" fyrir 6 umferðina. Bæði til að auðvelda mér lífið og ekki þurfa að pæla í vítamínskammtinn en einnig af því ég var búin að heyra svo gott um Venju. Mælt er með þriggja mánaða sameldri notkun svo það hafi áhrif á gæði eggja. Að því loknu fórum við af stað í 6 meðferðina og varð ég ólétt strax í fyrsta uppsetningu! Þegar farið er í svona ferli er auðvitað margt sem spilar inni hvort það virki eða ei, en get ekki sagt annað en að ég er mjög ánægð með vítamínin frá Venju!"

/ Jenny

Vörulýsing / hvað er í pakkanum?

Hver dagpakki inniheldur fjögur hylki með vandlega völdum næringarefnum sem líkaminn nýtir vel

1× Core Essential fjölvítamín - sérþróað fjölvítamín fyrir konur á barneignaraldri (18–40 ára). Tryggir traustan næringargrunn með næringarefnum sem oft er erfitt að fá nóg af úr daglegu fæði, eins og D-vítamín, fólat, járni og joði Inniheldur einnig m.a. öflugan styrk B6-vítamín sem stuðlar að því að halda reglu á hormónastarfsemi og sink sem stuðlar að viðhaldi eðlilegs testósterón magns í blóði.

1x Vegan Omega-3 úr þörungum – DHA/EPA (2:1) sem styður við heila- og hjartaheilsu.

2x Magnesium bisglycinate - form með frábæra upptöku án laxerandi áhrifa. Styður við svefn og slökun og er þekkt fyrir jákvæð áhrif á insúlínnæmni, svefngæði og andlega heilsu.

3× Myo- og D-chiro inositol (40:1) með CoQ10 - Einstök blanda tveggja tegunda af inositol og rannsóknir benda til jákvæðra áhrifa á insúlínviðnám, starfsemi eggjastokka, frjósemi og umframmagn karlhormóna. CoQ10 er næringarefni sem tekur þátt í orkumyndun frumna og rannsóknir sýna að það geti stutt gæði eggja, sérstaklega þar sem framleiðsla líkamans minnkar með aldri. Selen er andoxunarefni sem styður eðlilega starfsemi skjaldkirtils og rannsóknir benda til að konur með PCOS séu oft með lægri selengildi sem tengjast hormónajafnvægi og insúlínnæmi.

Næringarefni sem styðja hormónajafnvægi

Á tímum þar sem hormónakerfið þarf meiri stuðning — til dæmis við óreglulegan tíðahring, insúlínnæmi eða undirbúning fyrir þungun — getur Support hjálpað til við að koma líkamanum í jafnvægi með samverkandi næringarefnum sem styðja heilbrigðan tíðahring og egglos.

  • Myo- & D-Chiro Inositol (40:1) er blanda tveggja tegunda af inositol í einstöku hlutfalli 40:1 – það hlutfall sem hefur verið mest rannsakað fyrir að stuðla að reglulegu egglosi hjá konum með PCOS. Rannsóknir á inositol sýna jákvæð áhrif á insúlínnæmi, starfsemi eggjastokka, frjósemi og jafnvægi karlhormóna (e. hyperandrogenism).
  • CoQ10 gegnir lykilhlutverki í orkumyndun allra frumna, og eggfrumur innihalda sérstaklega hátt magn af CoQ10. Með aldrinum minnkar náttúruleg framleiðsla líkamans á CoQ10, sem getur haft áhrif á frjósemi og frumuorku.
  • Fólat (5-MTHF) stuðlar að vexti vefja hjá þunguðum konum og eðlilegri blóðmyndun.
  • Sink styður eðlilega frjósemi og æxlun, hormónajafnvægi og ónæmi.
  • Magnesíum hjálpar til við að viðhalda orku og stuðlar að eðlilegri vöðva- og taugastarfsemi.
  • Joð og Selen stuðla að eðlilegri starfsemi skjaldkirtils.
  • B6-, B12- og C-vítamín styðja við orku, taugakerfi og andlega líðan.
  • D-vítamín styður eðlilega starfsemi ónæmiskerfis.
  • Omega-3 úr þörungum styður við eðlilega starfsemi hjarta og frumur.
Ávinningur sem fylgir Venju

Fjölvítamín þróað fyrir þínar þarfir

Core Essential er fjölvítamín þróað sérstaklega út frá gögnum um mataræði íslenskra kvenna og ráðleggingum Embættis landlæknis. Formúlan mætir daglegri næringarþörf kvenna á barneignaraldri og styður orku, hormónajafnvægi, húð, hár, ónæmi og blóðmyndun. Hún inniheldur virk form vítamína og steinefna sem líkaminn nýtir vel, þar á meðal járn bisglycinate, joð, B6- og B12-vítamín, fólat á virku formi (5-MTHF) og D-vítamín – allt til að styðja líkama kvenna í gegnum sveiflur tíðahringsins og undirbúning fyrir þungun.

Allt í einum dagpakka

Í dagpakk­anum er einnig öflug blanda af Myo- og D-chiro inositol (40:1) með CoQ10 til að styðja við aukið hormónajafnvægi, Omega-3 og Magnesium bisglycinate – til að einfalda þér lífið færðu bæði vítamín, steinefni og fitusýrur í einni daglegri rútínu.

Við einföldum ferlið

Ein ákvörðun fyrir heilbrigðari venju. Rannsóknarvinnan er þegar unnin og gerum það auðvelt að panta, taka og breyta svo þú getir eytt þínum dýrmæta tíma í það sem skiptir raunverulega máli.

Fyrir hvern er þessi vara?

Er Support þín venja? Ef eitthvað af þessu á við, þá er þessi pakki fyrir þig:

  • Þú ert með PCOS eða grunar að þú hafir það.
  • Þú ert með óreglulegar blæðingar eða langan tíðahring (>35 dagar).
  • Þú glímir við insúlínviðnám eða einkenni eins og bólur eða aukinn hárvöxt.
  • Þú ert í barneignahugleiðingum og vilt styðja egglos og frjósemi.
Kostir við áskrift

Með áskrift er ferlið einfalt og þægilegt – við sjáum um það fyrir þig.

Þú pantar einu sinni, færð reglulegar sendingar og getur breytt eða sett í pásu þegar þér hentar. Þannig verður auðveldara að viðhalda góðum venjum án fyrirhafnar.

Með áskrift færðu:

  • 20% afslátt í hverjum mánuði
  • Sveigjanleika – þú getur sett í pásu eða sagt upp hvenær sem er
  • Hægt að breyta pakka, afhendingarstað og degi
  • Einfaldari venja, minni fyrirhöfn – betri líðan.
Skila & skipta

Við sendum alltaf áminningu nokkrum dögum áður en næsti pakki fer í vinnslu. Þannig nærðu að gera breytingar ef þú vilt fresta, breyta eða hætta við sendingu – svo þú þurfir vonandi ekki að skila eða skipta. En ef eitthvað kemur upp, þá er auðvitað hægt að skila eða skipta pakka. Pakkinn þarf að vera í upprunalegu ástandi, eins og hann barst þér, og skilafrestur er 14 dagar frá afhendingu, samkvæmt skilmálum okkar.

Svona er skilaferlið:

  1. Farðu inn á Dropp vöruskil
  2. Stofnaðu vöruskil og prentaðu út strikamerkið sem fylgir
  3. Settu það á pakkann sem þú vilt skila og skilaðu á næsta afhendingarstað Dropp
  4. Þegar pakkinn er kominn til okkar, endurgreiðum við þér vöruna