Rise

12.488 kr. / á mánuði í áskrift
Black Friday
12.488 kr. / á mánuði í áskrift
Black Friday
Fyrirtíðaspenna & kvíði
Streita & svefnvandi

Daglegi pakkinn þinn fyrir hormónajafnvægi, svefn og ró

Hannaður fyrir konur sem upplifa hormónasveiflur, fyrirtíðaspennu, streitu eða svefntruflanir – hvort sem það tengist tíðahringnum, breytingaskeiði eða öðrum hormónabreytingum.

  • Styður ró, svefn og jafnvægi þegar hormónasveiflur eða álag hafa áhrif á líðan.
  • Hjálpar líkamanum að vinna gegn skapsveiflum, þreytu og svefntruflunum tengdum hormónasveiflum eða streitu.
  • Inniheldur adaptógen jurtir eins og Rhodiola og Maca sem styðja við úrvinnslu líkamans á streitu, ásamt L-Theanine, amínósýru sem stuðlar að ró og bættum svefngæðum.

25% afslátt af 2x mánuðum í áskrift* Gildir aðeins af nýskráningum.

BLACKFRIDAY25
BLACK FRIDAY BLACK FRIDAY BLACK FRIDAY BLACK FRIDAY BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY BLACK FRIDAY BLACK FRIDAY BLACK FRIDAY BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY BLACK FRIDAY BLACK FRIDAY BLACK FRIDAY BLACK FRIDAY
Konur mæla með

Algjör leikbreytir! ⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️ "Venja Rise hefur algjörlega breytt lifinu mínu ! Mér finnst ég hafa fengið sjálfa mig tilbaka ! Andleg og líkamleg líðan ásamt svefn hefur batnað til muna ! Spenna og streita minnkað og allt er einhvernveginn viðráðanlegt aftur."

/ Sísi

Ekki aftur snúið! ⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️ "Bio available" er það eitthvað ofan á brauð? Ég er nýlega komin á breytingarskeiðið og hef glímt við lélega upptöku vítamína alla mína tíð. Ég hef þurft að taka stóra umfram skammta vítamína með tilheyrandi kostnaði. Aldrei hef ég pælt í hvort vítamín væru BIO eitthvað og það gæti skipt svona miklu máli! Það var ekki fyrr en ég prófaði VENJA RISE sem ég fann muninn. Hann sást loks einnig til muna í blóðprufum. Allt tilbúið í einum pakka og engin fyrirhöfn! Ekki skemmir fyrir að ég spara tíma og pening eftir að ég skipti yfir í VENJU og hætti handahófs kaupum vítamína, sem voru hvort eð er ekki að gera neitt fyrir mig."

/ Ólöf

Vörulýsing / hvað er í pakkanum?

Hver dagpakki inniheldur sjö hylki með vandlega völdum næringarefnum sem líkaminn nýtir vel

1x Core Essential fjölvítamín – sérþróað fjölvítamín fyrir konur sem tryggir traustan næringargrunn með vítamínum og steinefnum sem oft er erfitt að fá nóg af úr daglegu fæði, eins og D- og B-vítamínum, fólat, járni og joði. Samsett úr hágæða formum til að tryggja góða upptöku.

1x Vegan Omega-3 úr þörungum – DHA/EPA (2:1) sem styður við heila- og hjartaheilsu og getur dregið úr einkennum fyrirtíðaspennu (PMS).

2x Magnesium bisglycinate – form með frábæra upptöku án laxerandi áhrifa. Styður við svefn og slökun og getur dregið úr krömpum og fótapirringi.

3× My Balance Era Amino Acid & Adaptogen Blend

Öflug blanda sem inniheldur adaptógenjurtir eins og Rhodiola og Maca sem hafa verið rannsakaðar fyrir tengslum við úrvinnslu líkamans við álagi og streitu. Inniheldur amínósýrur eins og L-Theanine, Taurine, L-Arginine og L-Citrulline sem styðja við slökun, taugakerfi og eðlilegt blóðflæði, sem getur skipt máli fyrir hitakóf tengd hormónasveiflum, svo sem bættri líðan á seinni hluta tíðahringsins eða á breytingaskeiði. Einnig með grænu tei (EGCG) sem veitir náttúrulegan andoxandi stuðning.

Næringarefni sem styðja hormónajafnvægi

Þegar estrógen og prógesterón lækka getur það haft áhrif á heilastarfsemi, orkustig, svefn og efnaskipti. Rise styður líkamann í gegnum þetta tímabil með næringarefnum sem vinna með orku, ró og jafnvægi.

  • Rhodiola og Maca styðja við úthald og aðlögun líkamans við álag.
  • L-Theanine stuðlar að ró og eðlilegri starfsemi taugakerfis.
  • Taurine, L-Arginine og L-Citrulline stuðla að eðlilegu blóðflæði.
  • Magnesíum styður svefn, slökun og vöðvastarfsemi.
  • B6, B12, fólat og C-vítamín styðja orku, sálfræðilega starfsemi og ónæmi.
  • D- og K-vítamín og sink styðja heilbrigð bein og frumujafnvægi.
  • Omega-3 (DHA/EPA) styður eðlilega starfsemi hjarta og heila.
Ávinningur sem fylgir Venju

Fjölvítamín þróað fyrir þínar þarfir

Core Essential er fjölvítamín þróað út frá gögnum um mataræði íslenskra kvenna og ráðleggingum Embættis landlæknis. Það veitir traustan grunn af næringarefnum sem konur fá oft ekki nægilega úr fæðunni og styður orku, hormónajafnvægi, húð, hár og daglega líðan. Formúlan inniheldur virk form vítamína og steinefna sem líkaminn nýtir vel, þar á meðal B6-, B12- og D-vítamín, fólat (5-MTHF), járn bisglycinate og joð – fyrir jafnvægi, orku og styrk alla daga.

Allt í einum dagpakka

Í dagpakk­anum er einnig My Balance Era Amino Acid & Adaptogen blanda fyrir aukið hormónajafnvægi, Omega-3 og Magnesium bisglycinate – til að einfalda þér lífið færðu bæði vítamín, steinefni og fitusýrur í einni daglegri rútínu.

Við einföldum ferlið

Ein ákvörðun fyrir heilbrigðari venju. Rannsóknarvinnan er þegar unnin og gerum það auðvelt að panta, taka og breyta svo þú getir eytt þínum dýrmæta tíma í það sem skiptir raunverulega máli.

Fyrir hvern er þessi vara?

Er Rise þín venja? Ef eitthvað af þessu á við, þá er þessi pakki fyrir þig:

  • Þú finnur fyrir hormónasveiflunum og vilt koma jafnvægi á líkamann.
  • Þú upplifir fyrirtíðarspennu (PMS), skapsveiflur eða þreytu tengda tíðahringnum.
  • Þú ert á breytingaskeiði eða upplifir svipuð einkenni eins og streitu, hitakóf eða svefntruflanir.
  • Þú finnur fyrir streitu, pirring eða andlegri þreytu.
  • Þú vilt bæta svefn, ró og almenna líðan á náttúrulegan hátt.
Kostir við áskrift

Með áskrift er ferlið einfalt og þægilegt – við sjáum um það fyrir þig.

Þú pantar einu sinni, færð reglulegar sendingar og getur breytt eða sett í pásu þegar þér hentar. Þannig verður auðveldara að viðhalda góðum venjum án fyrirhafnar.

Með áskrift færðu:

  • 20% afslátt í hverjum mánuði
  • Sveigjanleika – þú getur sett í pásu eða sagt upp hvenær sem er
  • Hægt að breyta pakka, afhendingarstað og degi
  • Einfaldari venja, minni fyrirhöfn – betri líðan.
Skila & skipta

Við sendum alltaf áminningu nokkrum dögum áður en næsti pakki fer í vinnslu. Þannig nærðu að gera breytingar ef þú vilt fresta, breyta eða hætta við sendingu – svo þú þurfir vonandi ekki að skila eða skipta. En ef eitthvað kemur upp, þá er auðvitað hægt að skila eða skipta pakka. Pakkinn þarf að vera í upprunalegu ástandi, eins og hann barst þér, og skilafrestur er 14 dagar frá afhendingu, samkvæmt skilmálum okkar.

Svona er skilaferlið:

  1. Farðu inn á Dropp vöruskil
  2. Stofnaðu vöruskil og prentaðu út strikamerkið sem fylgir
  3. Settu það á pakkann sem þú vilt skila og skilaðu á næsta afhendingarstað Dropp
  4. Þegar pakkinn er kominn til okkar, endurgreiðum við þér vöruna