Viðskiptaskilmálar

Almennir skilmálar 

  1. Almennt 

  1. Skilmálar þessir gilda um kaup vöru eða þjónustu í vefverslun Venju (https://venja.is).  

  1. Eigandi vefverslunarinnar er Venja bætiefni ehf., kt. 420720-0920, Hólmvaði 50, 110 Reykjavik, Íslandi (hér eftir Venja) með netfangið venja@venja.is. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur Venju annars vegar og viðskiptavinar hins vegar. Viðskiptavinur er sá sem er skráður kaupandi á reikning og verður hann að vera orðinn 18 ára gamall.  

  1. Skilmálarnir eru staðfestir með staðfestingu á kaupum í vefverslun Venju og með greiðslu fyrir viðskiptin.  

  1. Venja selur bætiefni fyrir konur og mun Venja í öllum tilvikum leggja sig fram við að veita bestu þjónustu sem völ er á og að hún sé einföld, skýr og sanngjörn og að ferli viðskiptanna endurspegli fagmennsku og vandaða viðskiptahætti. 

  1. Venja leitast við að tryggja að ferli viðskiptanna, allt frá pöntun og afhendingu til skila og endurgreiðslu, sé skjalfest og rekjanlegt.  

 

  1. Áskriftarþjónusta  

  1. Viðskiptavinur hefur val um að skrá sig í áskriftarþjónustu eða kaupa vörur í einskiptisviðskiptum.   

  1. Hafi viðskiptavinur skráð sig í áskriftarþjónustu endurnýjast hún sjálfkrafa á 30 daga fresti. Fyrsta greiðsla er gerð á þeim degi er skráning á sér stað í áskriftarþjónustu og síðan sjálfkrafa á fyrsta degi hvers tímabils eftir það. 

  1. Venja áskilur sér rétt að kveða á um að áskriftarþjónustan sé bundin í tiltekinn tíma og verður uppsögn ekki virk fyrr en sá tími er liðinn, að því gefnu að viðskiptavini hafi verið kynntur sá binditími í upphafi. 

  1. Viðskiptavinur getur farið inn á „Mínar síður“ á vefsíðu Venju og valið um að i) lengja tímabil áskriftarinnar, þ.e. þann tíma milli afhendingu vöru, ii) sleppa næstu afhendingu, eða iii) breyta eða bæta við vöru. 

  1. Til að stöðva áskrift þarf að senda póst á venja@venja.is áður en gjaldfærsla á sér stað.  Hafi greiðsla átt sér stað en afhending ekki farið fram, skal útistandandi pöntun kláruð, send til kaupanda og telst þá áskrift lokið eftir afhendingu. Hafi greiðsla ekki verið gjaldfærð, þá skal uppsögn taka þá þegar gildi og verður greiðslukort þá ekki gjaldfært. 

  1. Takist ekki skuldfærsla fyrir greiðslu í samræmi við grein 2.2 er viðskiptavini tilkynnt um það til áminningar. Áskriftarþjónustan er engu að síður virk þar til henni er sagt upp og er skuldfærsla fyrir fullu tímabilsgjaldi reynd aftur reglulega.   

  1. Breytingar á verðum á vörum í áskriftarþjónustu getur átt sér stað án fyrirvara. Ástæður slíkra verðbreytinga geta verið margvíslegar, t.d. gengishækkanir, hráefnishækkanir, hækkun á sendingarkostnaði, hækkun samkvæmt kjarasamningum, verðbólgu o.fl. Ef breytingar verða á verðum í áskriftarþjónustu er viðskiptavini tilkynnt um það með tölvupósti með að minnsta kosti 30 daga fyrirvara. Viðskiptavinur á rétt til að segja upp áskrift innan þess tíma ef hann samþykkir ekki verðhækkunina. 

 

  1. Afhending  

  1. Venja skuldbindur sig til að afhenda viðskiptavini vörur til samræmis við skilmála þessa og gildandi rétt. 

  1. Afhending vöru sem keypt er á vefsíðu Venju fer einungis fram með sendingarþjónustunni Dropp og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Dropp um afhendingu vörunnar sem aðgengilegir eru á vefsíðu Dropp, dropp.is 

  1. Uppgefinn afhendingartími er aðeins áætlaður og getur breyst. Venja ber ekki ábyrgð á drætti sem verður á afhendingu sem stafar af flutningsaðila eða öðrum utanaðkomandi orsökum sem Venja hefur ekki stjórn á. 

  1. Afhending vöru telst hafa farið fram þegar viðskiptavinur veitir henni viðtöku. 

 

  1. Skilaréttur 

  1. Viðskiptavinur hefur almennan 14 daga skilarétt á vöru sem hefur verið keypt í vefverslun Venju og byrjar fresturinn að líða frá þeim degi sem viðskiptavinur veitir vöru viðtöku á afhendingarstað Dropp 

  1. Vöruskil skulu fara í gegnum vöruskilasíðu Dropp. Vöru telst skilað þegar hún kemst í vörslur Venju og fer í kjölfarið fram mat á því hvort eiginleikar vörunnar séu með þeim hætti að skilyrði fyrir endurgreiðslu teljist uppfyllt. 

  1. Venja leggur mikið upp úr öryggi viðskiptavina og gæði þeirrar vöru sem seld er og er því aðeins, af öryggis- og heilbrigðisástæðum, tekið við vörum sem eru í óopnuðum umbúðum og í sama ásigkomulagi og þær voru við afhendingu.  

  1. Við mat á því hvort eiginleikar vörunnar séu með þeim hætti  skilyrði fyrir endurgreiðslu teljist uppfyllt mun Venja m.a. líta til þess hvort: 

  1. innsigli vörunnar hafi verið rofið; 

  1. umbúðir hafi skemmst; eða  

  1. gæði vörunnar hafi verið skert með öðrum hætti.  

  1. Ef til endurgreiðslu kemur fer endurgreiðsla fram með sama hætti og viðskiptavinur greiddi fyrir vöruna innan 14 daga frá kröfu um endurgreiðslu, en viðskiptavinur hefur einnig val um að fá inneign að andvirði sömu fjárhæðar í vefverslun Venju. 

  1. Kostnaður við endursendingu þegar vöru er skilað er á ábyrgð viðskiptavinar nema varan sé gölluð.  

  1. Vara telst gölluð þegar hún er ekki í samræmi við lýsingar sem Venja hefur gefið eða þær kröfur sem neytandi mátti vænta af sambærilegri vöru. Þegar vara er gölluð býðst viðskiptavini að fá vöruskipti, endurgreiðslu eða inneign í vefverslun Venju. 

Venja leitast við því eftir fremsta megni að ferli vöruskila taki sem skjótastan tíma og mun Venja leitast við að koma til móts við þarfir viðskiptavinar með sanngirni að leiðarljósi. 

 

  1. Afsláttarkóðar  

  1. Afsláttarkóðar sem veittir eru af Venju gilda einungis i) innan tilgreinds tímabils og ii) um vörur sem tilgreindar eru í viðkomandi kynningu.  

  1. Afsláttarkóðar eru ekki afturvirkir og gilda ekki eftir að tímabil tilboðs rennur út. Ekki er hægt að nota fleiri en einn afsláttarkóða í einu. 

  1. Afsláttarkóðar gilda ekki fyrir áskrifendur sem eru nú þegar með skráða áskrift.   

  1. Venja áskilur sér allan rétt til að afturkalla, breyta eða ógilda afsláttarkóða fyrirvaralaust. 

 

  1. Öryggi 

  1. Venja hefur öryggi viðskiptavinar að leiðarljósi í viðskiptum Venju og viðskiptavinar. 

  1. Greiðslur fara fram í gegnum öruggt greiðslukerfi Stripe, Inc. Félagið tekur ekki við, hefur aðgang að né geymir kortaupplýsingar viðskiptavina. Greiðslukerfi Stripe, Inc. tryggir að unnið sé úr kortaupplýsingum viðskiptavina í öruggu umhverfi. 

  1. Allar endursendar vörur eru skoðaðar ítarlega áður en ákvörðun er tekin um hvort þær séu öruggar til sölu og opnuðum eða skemmdum vörum er fargað samkvæmt innra verklagi. 

  1. Venja skuldbindur sig til að tryggja að allar vörur sem afhentar eru viðskiptavini séu merktar með lotunúmeri og „best fyrir“ dagsetningu. 

  1. Venja ber enga ábyrgð á gæðum og eiginleikum vöru sem ekki er keypt í vefverslun Venju og slíkum vörum fæst ekki skilað. 

 

  1. Persónuvernd 

  1. Venja er vinnsluaðili gagna, sbr. lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 90/2018 eins og þeim kann að vera breytt á hverjum tíma, eingöngu í tengslum við upplýsingar sem veittar hafa verið í tengslum við þjónustu Venju eins og henni er lýst í skilmálum þessum. 

  1. Réttindi og skyldur Venju í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga koma fram í persónuverndarstefnu Venju, sem er aðgengileg á vefsíðu Venju (https://venja.is). 

 

  1. Viðtökudráttur viðskiptavina 

  1. Ef viðskiptavinur veitir vöru ekki viðtöku á afhendingarstað Dropp þrátt fyrir tilkynningu um að honum standi til boða að sækja vöruna á tilteknu 7 daga tímabili á afhendingarstað endursendir Dropp vöruna til Venju. Viðskiptavinur hefur eftir  Venja veitir vörunni viðtöku að nýju 30 daga til að: 

  1. sækja pöntun á starfsstöð Venju; eða  

  1. óska þess að varan sé send á afhendingarstað Dropp að nýju gegn greiðslu sendingarkostnaðar. 

  1. Líði 30 dagar eftir að vara er endursend til Venju f Dropp vegna þess að viðskiptavinur veitti vöru ekki viðtöku og hann hefur hvorki sótt vöru á starfsstöð Venju né óskað eftir að varan sé send að nýju á afhendingarstað Dropp er litið svo á að viðskiptavinur hafi hætt við kaupin. Viðskiptavinur getur þá óskað eftir endurgreiðslu  frádregnum: 

  1. kostnaði sem Venja þurfti að bera í tengslum við viðtökudrátt viðskiptavinar; og  

  1. geymslukostnaði sem nemur 10% söluverði vörunnar. 

  1. Réttur til endurgreiðslu í samræmi við þessa grein 8.3 fellur niður séu eiginleikar vörunnar með þeim hætti að ekki sé hægt að taka hana í vörubirgðir vefverslunarinnar að nýju að liðnum 30 dögum, t.d. vegna þess að varan úreldist fljótt. Í slíkum tilvikum er réttur viðskiptavinar til að falla frá kaupum ekki fyrir hendi. 

 

  1. Önnur ákvæði 

  1. Venja leggur ríka áherslu á að upplýsingagjöf sé vönduð og rétt og hefur gætt varkárni við undirbúning upplýsinga sem gerðar eru aðgengilegar í vefverslun Venju, en  tekur enga ábyrgð á innsláttarvillum eða röngum upplýsingum sem birtar eru í vefverslun, þ.m.t. í verð- og vörulýsingum eða notkunarleiðbeiningum. 

  1. Venja áréttar að upplýsingar sem veittar eru í vefverslun Venju, hvort sem þær birtast í texta, myndum eða með öðrum hætti, eru eingöngu ætlaðar í upplýsingaskyni og koma ekki í stað læknisráðgjafar eða annarrar sérhæfðar heilbrigðisráðgjafar. Viðskiptavini er ætið ráðlagt að leita til læknis til upplýsinga og ráðgjafar í tengslum við heilsufar hans.  

  1. Venja áskilur sér rétt til að breyta verðum, hætta að bjóða upp á vörutegundir eða breyta samsetningu vöru sem keypt er í áskriftarþjónustu án fyrirvara, sbr. þó gr. 2.7. Verðbreytingar geta þannig orðið fyrirvaralaust t.d. vegna rangra upplýsinga. Verðbreytingar sem gerðar eru eftir að pöntun er staðfest eru ekki afturkræfar nema í ljós komi að um innsláttarvillu eða ranga skráningu hafi verið að ræða. 

  1. Venja áskilur sér rétt til að hafna, breyta og fjarlægja umsagnir sem gefnar eru á vefsíðu Venju.  

  1. Venja áskilur sér allan rétt til að breyta skilmálum þessum fyrirvaralaust og telst tilkynnt um slíka breytingu með birtingu á vefsíðu Venju í tilviki minniháttar breytinga. Verulegar breytingar á skilmálum sem hafa áhrif á núverandi áskriftir (t.d. verð, binditími, uppsagnarfrestur) taka gildi að liðnum 30 dögum frá birtingu á vefsíðu Venju og tilkynningu til viðskiptavina. Viðskiptavinir í áskrift hafa rétt til að segja upp áskrift innan þess tíma ef þeir samþykkja ekki breytingarnar.  

  1. Skilmálum þessum var síðast breytt þann 17. nóvember 2025.