Sagan okkar

Stofnað af konum, fyrir konur

Hvernig þetta byrjaði

Venja fæddist úr þörf – og smá pirringi.

Við sáum hvernig bætiefnamarkaðurinn lofaði konum öllu, en gerði lítið til að mæta raunverulegum þörfum þeirra. Úrvalið var yfirþyrmandi, skilaboðin misvísandi og engin leiðsögn í boði.

Markaðurinn var hannaður til að rugla – ekki leiðbeina. Við vissum að konur áttu betra skilið. Þær þurftu lausn sem virkaði með líkamanum, ekki gegn honum.

Þannig varð hugmyndin að Venju til — frá konum sem skilja líkama kvenna og flókna hringrás þeirra af eigin raun.

Verkefnið okkar

Við hönnuðum Venju til að gera hormónheilsu einfaldari og skiljanlegri.

Líkaminn okkar er alltaf að breytast, og næringarþarfir okkar með honum. Þess vegna þróuðum við vörur sem taka mið af mismunandi lífsskeiðum og hormónaþörfum kvenna — frá tíðahringnum til breytingaskeiðsins.

Við vitum líka að konur hafa nóg að gera, svo við gerum hlutina einfaldari:

Bætiefnin er pakkað í dagpakka, afhend reglulega, svo þú getir byggt upp þína eigin venju — án fyrirhafnar.

Framtíðin okkar

Við trúum því að konur eigi betra skilið.
Þess vegna ætlum við að halda áfram að þróa, fræða og hanna vörur sem virka með líkamanum, ekki gegn honum.

Í fyrstu vildum við einfalda frumskóg bætiefnamarkaðarins – nú viljum við breyta frásögninni sjálfri. Of lengi hafa konur þurft að hvísla saman um líkama sinn og heilsu. Við viljum opna umræðuna, auka skilning og gera hormónheilsu jafn sjálfsagða og kaffibolla á morgnana.

"Við trúum því að þegar konur skilja líkama sinn, breytist allt — því þekking á eigin líkama er upphafið að raunverulegri vellíðan"

— Sirrý og Rakel
Skoðaðu vörurnar okkar