Hvernig þetta byrjaði
Venja fæddist úr þörf – og smá pirringi.
Við sáum hvernig bætiefnamarkaðurinn lofaði konum öllu, en gerði lítið til að mæta raunverulegum þörfum þeirra. Úrvalið var yfirþyrmandi, skilaboðin misvísandi og engin leiðsögn í boði.
Markaðurinn var hannaður til að rugla – ekki leiðbeina. Við vissum að konur áttu betra skilið. Þær þurftu lausn sem virkaði með líkamanum, ekki gegn honum.
Þannig varð hugmyndin að Venju til — frá konum sem skilja líkama kvenna og flókna hringrás þeirra af eigin raun.
